
Héraðsdómur Reykjavíkur
Sjö mál voru þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í gær sem ÖBÍ réttindasamtök og Landsamtökin Þroskahjálp hafa höfðað gegn Reykjavíkurborg. Í öllum málunum eru gerðar kröfur um greiðslu miskabóta vegna áralangrar biðar fatlaðra einstaklinga eftir sértæku félaglegu húsnæði.
Í málunum er um að ræða bið allt frá 6 árum og upp í 11 ár frá því umsóknir um sértækt húsnæði voru lagðar fram.
Með dómi héraðsdómur Reykjavíkur dags. 16. júní 2021 voru einstaklingi dæmdar miskabætur í máli sem að mati ÖBÍ er sambærilegt málunum sem nú hafa verið höfðuð.
ÖBÍ hefur í gegnum tíðina höfðað fjölda dómsmála, sem hafa jafnan fordæmisgildi. Hér á hlekknum að neðan má finna upplýsingar um fyrri dómsmál.