Skip to main content
Frétt

Skrifstofur ÖBÍ fluttar

Móttaka í nýju skrifstofurými ÖBÍ réttindasamtaka.

Skrifstofur ÖBÍ réttindasamtaka eru fluttar upp á 2. hæð í Sigtúni 42. Opnunartími móttöku er óbreyttur eða 9:30 – 15:00 alla virka daga.

Stórt og gott fundarherbergi er í hinni nýju skrifstofuálmu, auk nokkurra næðisrýma. Yfir stendur vinna við að gera fyrra skrifstofurými klárt fyrir nýja leigjendur.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur á nýjum stað.