Skip to main content
Frétt

Snædís Rán vann mál sitt í héraðsdómi

By 30. júní 2015júní 8th, 2023No Comments

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag rétt heyrnalausra til túlkunar með dómi sínum. Kemur fram í frétt visir.is.

Snædís Rán stefndi íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf. Hún er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Því þarf hún aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra.

Snædís hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða fyrir túlkaþjónustu, en tekjur hennar nema um 170 þúsund krónum á mánuði.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafði brotið gegn Snædísi þegar henni var gert að greiða fyrir túlkaþjónustu úr eigin vasa, alls um 50 þúsund krónur. Dómurinn gerði ríkinu að endurgreiða henni þá upphæð auk 500 þúsund króna í miskabætur vegna meingerðar ríkisins gagnvart henni.

Heyrnarlausir hafa margir hverjir beðið eftir niðurstöðum þessa dóms með von um að hann muni koma til með að bæta réttarstöðu þeirra en þó að Bryndís telji allar líkur á því að ríkisvaldið áfrýi málinu til Hæstaréttar segir hún að dómur dagsins gefi ágætis fyrirheit.