Skip to main content
Frétt

Starfsfólk ÖBÍ í námsferð til Bandaríkjanna

By 26. ágúst 2019júlí 6th, 2023No Comments

Starfsfólk ÖBÍ verða næstu dögum í Bandaríkjunum í námsferð en margar af helstu umbótum í mannréttindamálum eiga upptök sín í Bandaríkjunum. The Americans with Disabilities Act (ADA) frá 1990 er hornsteinn í þeirri baráttu og öðrum leiðarvísir. Tilgangur ferðarinnar er að kynnast starfi félagasamtaka og stofnana í Bandaríkjunum sem vinna að réttindamálum fatlaðs fólks. Á fundunum verður sérstaklega til umræðu þær aðferðir sem beitt er í réttindabaráttu fatlaðs fólks í Bandaríkjunum til árangurs. Á fundum með stofnunum og opinberum aðilum verður meðal annars rætt um hvernig löggjöf og tilskipanir eru innleidd og kynnt í Bandaríkjunum.

Mikilvægt er að starfsfólk bandalagsins þekki til starfsemi erlendra samtaka sem vinna að  hagsmunum fatlaðs fólks og kynnist mismunandi baráttuaðferðum. ÖBÍ tekur virkan þátt í Norrænu- og Evrópusamstarfi hagsmunasamtaka fatlaðs fólks. Með því að kynnast starfi hagsmunasamtaka í Bandaríkjunum er verið að bæta við þá þekkingu sem mun nýtast ÖBÍ og efla fólk í sínum störfum hjá bandalaginu.

Sérstök áhersla er á að hitta félög og stofnanir í Bandaríkjunum sem njóta mikillar virðingar þar, og læra af þeirra starfsaðferðum og hvar og hvernig árangri er náð í baráttu fyrir hagsmuni fatlaðs fólks. Meðal stofnana sem fundað verður með er American Association of People with Disabilites, AAPD, National Council of Independent Living, NCIL, National Disability Rights Network, NDR, National Council on Disability, NCD og Judith E. Heuman, baráttukonu fyrir réttindum fatlaðs fólks, ásamt fleirum. Öryrkjabandalagið tekur þátt í kostnaði við ferðina í samræmi við fjárhagsáætlun og samþykkt stjórnar.

Skrifstofa ÖBÍ verður opin eins og venjulega á meðan námsdvölinni stendur.