Skip to main content
Frétt

Stjórn ÖBÍ afturkallar umboð fyrrum stjórnarformanns Brynju – hússjóðs Öryrkjabandalagsins.

By 3. febrúar 2022No Comments
Á fundi stjórnar Öryrkjabandalagsins 17. janúar sl. samþykkti stjórnin einróma ályktun þess efnis, að fyrrverandi stjórnarformaður Brynju – hússjóðs ÖBÍ, hefði brugðist trausti Öryrkjabandalagsins og brotið gróflega gegn skyldum sínum samkvæmt lögum og skipulagsskrá sjóðsins, með því að virða að vettugi ákvarðanir bandalagsins um skipun nýrra stjórnarmanna. Þá hefði hann um leið brugðist skyldum sínum sem stjórnarmaður hússjóðsins. Þar sem ekki var brugðist við, varð það einróma niðurstaða stjórnar ÖBÍ á öðrum fundi 31. janúar sl. að víkja hlutaðeigandi stjórnarmanni úr stjórn Brynju – hússjóðs ÖBÍ.

Nauðsynlegt var að taka þessa ákvörðun til að tryggja starfshæfni stjórnar hússjóðsins.

Um áramótin síðustu var runnið út umboð tveggja aðalmanna og eins varamanns og skipaði Öryrkjabandalagið nýja stjórnarmenn í þeirra stað í samræmi við skipulagsskrá sjóðsins. Fráfarandi stjórnarformaður Brynju – hússjóðs ÖBÍ, hvers umboð var ekki runnið út, neitaði að una einróma kjöri nýrra stjórnarmeðlima og kom þannig í veg fyrir að stjórnin gæti sinnt lögbundnu hlutverki sínu.

Stjórn Brynju – hússjóðs ÖBÍ, skipa fimm stjórnarmenn, fjórir kjörnir af Öryrkjabandalaginu, og einn tilnefndur af félagsmálaráðherra.

Það er von stjórnar Öryrkjabandalagsins að með þessu muni skapast starfsfriður svo stjórn hússjóðsins geti einbeitt sér að því mikilvæga máli sem er uppbygging húsnæðis fyrir fatlað fólk.