Skip to main content
Frétt

Upptaka: Málþing Kvennahreyfingar ÖBÍ

By 3. apríl 2019No Comments

Staða fatlaðra kvenna í heiminum er ekki sú sama og fatlaðra karla, ekki frekar en staða kynjanna tveggja almennt. Um þetta var fjallað á málþingi Kvennahreyfingar ÖBÍ.

Hér að neðan má sjá upptöku frá málþinginu sem haldið var 3. apríl, 2019. Dagskrá málþingsins má sjá hér á síðunni, neðan við myndbandið. Málþingið var bæði táknmáls- og rittúlkað og er hvoru tveggja túlkun áberandi á upptökunni.

 

 

 

Dagskrá málþings Kvennahreyfingar ÖBÍ miðvikudaginn 3. apríl á Grand Hóteli:

Kl. 13:00 Fundarstjóri opnar málþingið, Steinunn Þóra Árnadóttir fyrrum stýrihópskona Kvennahreyfingar ÖBÍ og núverandi alþingismaður.
Kl. 13:10 Ávarp Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur, formanns ÖBÍ
Kl.13:20 Hvers vegna eru konur nefndar sérstaklega í samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks?
Dr Lucy-Ann Buckley, dósent í lögfræði við NUI Galway (National University of Ireland)
Kl. 14:20 Eru hefðbundnar skilgreiningar á ofbeldi útilokandi fyrir fatlaðar konur? Freyja Haraldsdóttir, aðjúnkt og doktorsnemi
Kl. 14:50 Kaffihlé
Kl. 15:10 Aðgengi fatlaðra kvenna að leitarstöð Krabbameinsfélagsins og kvennadeild Landspítalans. Guðrún Ósk Maríasdóttir og Margrét Lilja Arnheiðardóttir frá aðgengisátaki ÖBÍ
Kl. 15:30 „Þú ert erfið kona“: Um árekstra í samskiptum kvensjúklinga og lækna. Guðrún Steinþórsdóttir, doktorsnemi
Kl. 16:00 Saga konu sem hefur reynt fyrir sér sem öryrki á vinnumarkaði. Herianty Novita Seiler
Kl. 16:10 Pallborð, fyrirspurnir úr sal
Kl. 16:50 Samantekt
Kl. 17:00 Dagskrárlok