Skip to main content
Frétt

Svör Miðflokksins

By 23. maí 2018No Comments

Miðflokkurinn svarar spurningum sem komið hafa fram á opnum fundum ÖBÍ: Réttur fatlaðs fólks í sveitarfélögum.

 

1. Mun framboð þitt beita sér fyrir því að fjölga fagfólki í grunnskólum og koma til móts við þarfir barna og unglinga með fatlanir og raskanir.
Svar: Já það er inn í stefnunni okkar.
2. Langir biðlistar eru eftir aðgengilegu húsnæði og Félagsbústaðir (í Reykjavík) hafa ekki getað útvegað fötluðu fólki aðgengilegt húsnæði að meinu marki. Mun framboð þitt gera bragarbót á þessu og ef já, með hvaða hætti?
Svar: Já
3. Hefur framboð þitt hugsað sér að hækka tekjuviðmið vegna sérstakra húsnæðisbóta þannig að fólk geti unnið sér inn aukatekjur án þess að missa húsnæðisbæturnar eða þær skertar til muna?
Svar: Já það hefur verið rætt
4. Við mótun stefnu ykkar, hefur framboð þitt tekið mið af Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks?
Svar: Já
5. Mun framboð þitt beita sér fyrir því að bæta ferðaþjónustu fatlaðs fólks?
Svar: Já við boðum algjöra uppstokkun á Ferðaþjónustu fatlaðra og ætlum að hafa hana gjaldfrjálsa fyrir notendur eins og við ætlum að hafa Strætó gjaldfrjálsan.
6. Mun framboð þitt fjölga NPA samningum og liðveisluúrræðum?
Svar: Þar sem við erum nýtt framboð höfum við ekki aðgang að samningum sem borgin hefur gert, hvorki efni þeirra né fjölda. Þetta atriði skoðum við þegar við erum komin í meiri hluta.
7. Hyggst framboð þitt gera félagsbústaðakerfið skilvirkara?
Svar: Já og stórauka fjölda íbúða
8. Hvað hyggst þitt framboð gera hvað varðar félagslegt húsnæði fyrir fatlað fólk og til að gera úthlutun þess skilvirkari?
Svar: Sama svar og nr. 7.
9. Ætlar þitt framboð að skilyrða fjárhagsaðstoð með einhverjum hætti?
Svar: Það skoðum við eftir kosningar.
10. Ætlar þitt framboð að bjóða upp á frekari sálfræðiþjónustu í grunnskólum?
Svar: Já
11. Hver er þín skoðun á skóla án aðgreiningar?
Svar: Að einhverju leiti hefur þessi tilraun misheppnast og bæði kennarar, nemendur og ekki síst foreldrar barna með sérþarfir hafa rætt það við frambjóðendur að þau séu ekki ánægð með fyrirkomulagið. Stefna Miðflokksins er skýr í þessu efni – við viljum aukna sálfræðiþjónustu og liðveislu inn í skólana sem verða þessir liðir að fullu fjármagnaðir.
12. Vill framboð þitt fjölga NPA samningum umfram því sem ríkið fjármagnar? Já eða nei!
Svar: Ég veit ekki hvað samningarnir eru margir hjá Reykjavíkurborg og hvort nú þegar sé verið að fjármagna fleiri samninga en ríkið borgar. Við getum því ekki svarað þessu fyrr en eftir kosningar
13. Telur þú mikilvægt að vinna gegn neikvæðri orðræðu í samfélaginu gegn öryrkjum og fólki með fötlun? Ef já. Hvernig ætlarðu að gera slíkt. Ef nei. Hvers vegna ekki
Svar. Auðvitað ef slík neikvæðni er í gangi en ég tel að það sé ekki neikvæð orðræða í samfélaginu gagnvart þessum hópum.