Skip to main content
Frétt

Þjónustufulltrúi – umsóknir óskast

By 29. október 2015No Comments

Öryrkjabandalag Íslands auglýsir eftir glaðlegum og hressum þjónustufulltrúa í afgreiðslu bandalagsins í 75% starf. Möguleiki er að ráða tvo einstaklinga í starfið og skiptist þá starfshlutfallið eftir nánara samkomulagi. Fatlað fólk og/eða fólk með skerta starfsgetu er sérstaklega hvatt til að sækja um.

Starfssvið:

  • Símsvörun og móttaka viðskiptavina
  • Undirbúningur funda
  • Bréfaskrif
  • Skjalavarsla
  • Önnur almenn skrifstofustörf
     

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af sambærilegum störfum
  • Stúdentspróf eða annað nám sem nýtist í starfi er kostur
  • Góð íslenskukunnátta
  • Þekking á ensku og einu norðurlandamáli er kostur
  • Almenn tölvukunnátta er nauðsynleg
  • Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
     

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) er heildarsamtök hagsmuna og mannréttinda fatlaðs fólks, öryrkja, einstaklinga með langvinna sjúkdóma og aðstandenda þeirra. Aðildarfélög bandalagsins eru 41 talsins. Hlutverk ÖBÍ er m.a. að koma fram fyrir hönd fatlaðs fólks gagnvart opinberum aðilum í hverskyns hagsmunamálum er snerta réttindi þeirra. Einnig er öflun og miðlun þekkingar mikilvægur þáttur í starfseminni. Þá tekur ÖBÍ þátt í erlendu samstarfi við félaga- og heildarsamtök fatlaðs fólks. Nánari upplýsingar um starfsemina eru á heimasíðunni www.obi.is.

Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2015.

Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is

Upplýsingar um starfið veitir Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is