Skip to main content
Frétt

Þuríður Harpa Sigurðardóttir endurkjörinn formaður ÖBÍ

By 18. október 2021No Comments
Á aðalfundi ÖBÍ, 15. og 16. október, var Þuríður Harpa Sigurðardóttir endurkjörin formaður ÖBÍ til næstu tveggja ára. Auk hennar voru níu einstaklingar kjörnir í stjórn bandalagsins til sama tíma.
Þau sem kjörin voru í stjórn eru:
  • Hjördís Ýrr Skúladóttir, MS félaginu, 
  • Albert Ingason,  SPOEX,
  • María Magdalena Birgisdóttir Olsen, Gigtarfélagi Íslands,
  • Fríða Rún Þórðardóttir, Astma og ofnæmisfélagið.
Í málefnahópa voru kjörnir fimm formenn, í samræmi við tillögu stefnuþings og samþykkta breytingatillögu stjórnar.
  • Formaður málefnahóps um aðgengismál, Bergur Þorri Benjamínsson, Sjálfsbjörg lsh.
  • Formaður málefnahóps um atvinnu og menntamál, Hrönn Stefánsdóttir, Gigtarfélag Íslands.
  • Formaður málefnahóps um heilbrigðismál, Vilhjálmur Hjálmarsson, ADHD samtökin.
  • Formaður málefnahóps um kjaramál, Atli Þór Þorvaldsson, Parkinsonsamtökin.
  • Formaður málefnahóps um húsnæðismál, María Pétursdóttir, MS félag Íslands.

Aðalfundur samþykkti einnig nokkrar breytingar á lögum bandalagsins, flestar til samræmis við ný lög um félög til almannaheilla. Heimasíða ÖBÍ verður uppfærð í samræmi við niðurstöður aðalfundar í kjölfarið.