Skip to main content
Frétt

Tilnefnd til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2015

By 19. nóvember 2015No Comments
Á alþjóðadegi fatlaðs fólks þann 3. desember næstkomandi veitir Öryrkjabandalag Íslands Hvatningarverðlaun sín, í níunda sinn.  Alls bárust 102 tilnefningar um 64 aðila.

Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa stuðlað að einu samfélagi fyrir alla. Verndari verðlaunanna er Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson. Hönnuður verðlaunanna er Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður.

Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum, flokki einstaklinga, flokki fyrirtækja/stofnana og flokki umfjöllunar/kynningar. Eftirtaldir hlutu tilnefningu:

Í flokki einstaklinga:

  • Aðalheiður Sigurðardóttir, fyrir vefinn „Ég er Unik“, sem er verkfæri til að setja saman einstaklingsmiðaða handbók um einhverfu og ADHD.
  • Brynjar Karl Birgisson, fyrir Lego-verkefnið „Titanic“ og söguna „Minn einhverfi stórhugur“.
  • Rannveig Traustadóttir, fyrir rannsóknir og kynningu á nýrri hugmyndafræði um félagslega sýn á málefni fatlaðs fólks.

Í flokki fyrirtækis/stofnunar:

  • Bíó paradís, fyrir fjáröflun og framkvæmdir til að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða.
  • Sjónarhóll, fyrir ráðgjöf og dyggan stuðning við réttindabaráttu foreldra barna með sérþarfir.
  • Öryggismiðstöðin, fyrir verkefnið „Esjan rúllar“.

Í flokki umfjöllunar/kynningar:

  • Harpa Snjólaug Lúthersdóttir, fyrir kennsluefnið „Má ég vera memm?“
  • Ingólfur Sigurðsson, fyrir opinskáa umræðu um andlega líðan íþróttafólks.
  • Snædís Rán Hjartardóttir, fyrir baráttu sína við stjórnvöld vegna synjunar á túlkaþjónustu.