Skip to main content
Frétt

Tilnefningar óskast til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2015

By 9. september 2015júní 8th, 2023No Comments

Tilnefningar óskast fyrir lok dags 15. september.

Öryrkjabandalag Íslands veitir Hvatningarverðlaun sín árlega á alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember.

Markmið verðlaunanna er að skapa jákvæða ímynd fyrir fatlað fólk og vekja athygli á þeim sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu.

Verðlaun eru veitt í þremur flokkum:

  • Flokki einstaklinga,
  • Flokki fyrirtækja/ stofnana
  • Flokknum umfjöllun/kynningu

Tilnefningar í hverjum flokki eru þrjár talsins.

Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson er verndari verðlaunanna.

Þekkir þú einhvern sem ætti að tilnefna?

Tilnefningar má senda með rafrænu eyðublaði á heimasíðu ÖBÍ. Einnig má senda tilnefningu í bréfpósti.