Skip to main content
Frétt

Tilnefningar óskast!

By 4. september 2009No Comments
Hvatningarverðlaun ÖBÍ verða veitt 3. desember nk. Óskað er eftir tilnefningum!

Þann 3. desember næst komandi, á alþjóðadegi fatlaðra, veitir Öryrkjabandalag Íslands, Hvatningarverðlaunum ÖBÍ, þriðja sinni, en þau eru árlegur viðburður á alþjóðadegi fatlaðra.

Veitt verða þrenn verðlaun, ein í hverjum flokki þ.e. til fyrirtækis, stofnunar og einstaklings, sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðra í samfélaginu.

ÖBÍ leitar nú til allra sem þekkja til á þessum vettvangi og hvetur þá til að tilnefna verðugan fulltrúa sem hefur með jákvæðum hætti stuðlað að einu samfélagi fyrir alla. Tilnefna má sömu aðila og tilnefndir voru í fyrra ef vitað er að þeir falla undir þau markmið sem sett voru með þessum verðlaunum.

Eyðublað (opnast í nýjum glugga)

Tilnefningar óskast sendar á rafrænu formi til Báru Snæfeld, á tölvupóstfangið bara(hjá)obi.is fyrir 1. október nk. (einnig má senda tilnefningar í hefðbundnum pósti en æskilegra að þær berist á rafrænu formi).

Undirbúningsnefndar Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2009

Hvatningarverðlaun ÖBÍ