Skip to main content
Frétt

Tilraunaverkefni TR með símaráðgjöf

By 28. júní 2021No Comments
Í frétt á heimasíðu TR, kemur fram að nú í sumar verður prufukeyrt verkefni um símaráðgjöf. Einstaklingar geta þá pantað símtal frá þjónustufulltrúa TR sem hringir og veitir ráðgjöf um mál viðkomandi. Árangurinn verður metinn af verkefninu í lok sumars.

Beiðni um ráðggjöf þarf að fylla út á heimasíðu TR, slóðin á formið er hér. Gefa þarf upp símanúmer sem hægt er að ná í viðkomandi, nafn, kennitölu og netfang. Einnig þarf að taka fram um hvað óskað er ráðgjafar.

Í frétt TR er minnt á að í samskiptum starfsfólks TR við viðskiptavini í gegnum síma, þarf að gefa upp leyninúmer, það á líka við í þessu verkefni. Leyninúmer er hægt að nálgast á Mínum síðum TR.

Tryggingastofnun mun svo meta reynsluna af þessu verkefni í sumarlok.