Skip to main content
Frétt

Undanþága um akstur á göngugötum

By 13. júní 2019No Comments
Mikilvægum áfanga hefur verið náð. Í nýjum umferðarlögum sem sett voru í vikunni er hreyfihömluðu fólki með stæðiskort veitt undanþága frá akstursbanni um göngugötur.
ÖBÍ hefur barist fyrir því því að fá undanþáguna inn í lögin enda hefur lokun göngugatna í raun þýtt að hreyfihömluðu fólki hafi í raun verið meinaður aðgangur að þeim. Minnt er á að virða hraðatakmarkanir og taka fullt tillit til gangandi vegfarenda.
 
Undanþágan hljómar svo í 10. gr. nýju laganna: „Umferð vélknúinna ökutækja um göngugötu er óheimil. Þó er umferð vélknúinna ökutækja akstursþjónustu fatlaðra, handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða, lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabifreiða heimil.“