Skip to main content
Frétt

Upptaka af fundi ÖBÍ í Kópavogi

By 11. maí 2018No Comments

Öryrkjabandalag Íslands hélt opinn fund í Salnum í Kópavogi á miðvikudaginn. Frambjóðendum til bæjarstjórnar var boðið til fundarins sem og öllum bæjarbúum og starfsmönnum bæjarins. Fundurinn var ágætlega sóttur auk þess sem mörg hundruð manns sáu fundinn í heild eða að hluta í beinu streymi. Hér má sjá upptöku af fundinum í heild, en hún er frá Rúnari Birni Herrara Þorkelssyni og birtist á síðu hans Ævintýri Rúnars.