
Sex aðildarfélög ÖBÍ stóðu fyrir Aðgengisstrollinu í vikunni. Góður hópur fólks fjölmennti í hjólastólum eða með göngugrindur, stafi, hækjur, skutlur eða önnur hjálpartæki og fór hringi um gatnamót Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar til að vekja athygli á aðgengi og málefnum hreyfihamlaðra.
CP félagið, Gigtarfélag Íslands, MND á Íslandi, ME félagið, SEM og Sjálfsbjörg lsh. Stóðu að viðburðinum sem var vel sóttur og vakti mikla athygli á meðal vegfarenda.
„ Óhætt er að segja að uppátækið hafi vakið athygli og viðbrögð akandi og gangandi vegfarenda jákvæð en margir flautuðu í hvatningarskyni á hópinn. Að viðburði loknum hittist hópurinn í Mannréttindahúsinu, borðaði saman og naut félagsskaparins. Ákveðið var að endurtaka leikinn í haustbyrjun. Búið er að stofna hóp á Facebook sem ber nafnið Strollararnir, áhugasöm eru hvött til að óska inngöngu í hópinn til að fylgjast með og taka þátt í næsta viðburði,“ segir á vef Sjálfsbjargar.
Bæði ÖBÍ og aðildarfélögin hafa barist fyrir bættu aðgengi í áratugaraðir og þótt mikill árangur hafi náðst má sannarlega gera betur í íslensku samfélagi.
Hér má lesa nánar um áherslur ÖBÍ í aðgengismálum: