Skip to main content
Frétt

Vel heppnað stefnuþing ÖBÍ

By 23. apríl 2018No Comments

Stefnuþing Öryrkjabandalags Íslands var haldið um helgina á Grand Hóteli. Hófst þingið með ræðu formanns ÖBÍ, Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur, um miðjan dag á föstudag, og var þinginu slitið seinnipartinn á laugardegi.

Þingið var mjög vel sótt, en fulltrúar komu úr öllum aðildarfélögum Öryrkjabandalags Íslands, en þau eru 41 að tölu.

Stefnuþingið einkenndist af góðum anda, samvinnu, einurð og ákveðni í verkefnum þingsins. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á þinginu.

 

Stefnuþing 2018 3

 

Þurí

 

stefnuþing 2018 4