Skip to main content
Frétt

Vel heppnað Ungmennaþing ÖBÍ

By 13. mars 2019No Comments
Ung­mennaþing ÖBÍ var haldið í fyrsta skipti um síðustu helgi, og er óhætt að segja að vel hafi tekist til. Fjöldi ungmenna sótti þingið og fór vandlega yfir ýmis verkefni og áskoranir. Stjórnvöldum verða færðar niðurstöður þingsins.

Mikilvægar niðurstöður

Þór­dís Vi­borg, verk­efna­stjóri hjá ÖBÍ, segir að krakkarnir hafi farið yfir ým­is­legt sem brenn­ur á þeim, svo sem skóla­kerfið, tóm­stund­ar­starf, íþrótt­ir, aðgeng­is­mál og fleira. Hún seg­ir að þrátt fyr­ir að enn eigi eft­ir að rýna í niður­stöður þings­ins hafi í flest­um umræðum komið fram að aðgengi í al­menn­um skiln­ingi væri gjarn­an ábóta­vant, svo sem aðgengi að tóm­stund­ar­starfi ýmsu, að fé­lags­lífs­starfi á veg­um skóla o.fl. Ætl­un­in sé, þegar niður­stöður þings­ins liggja fyr­ir, að af­henda þær stjórn­völd­um, svo radd­ir ung­menn­anna fái að heyr­ast og hug­mynd­ir þeirra að kom­ast leiða sinna.

Þórdís bætir því við að þingið hafi tekist vel og að stefnt sé að því að það verði framvegis árlegur viðburður. Fjallað var um Ungmennaþing ÖBÍ á mbl.is.

Næg verkefni

Haukur Hákon Loftsson„Ég er kominn hingað til að láta rödd mína heyrast. Sjá hvað hægt sé að bæta fyrir okkur fatlaða fólkið. Ekki síst hvað hægt sé að gera fyrir aðstandendur fatlaðs fólks. Bæði hvað varðar skólakerfið, aðgengismál og almenna líðan,“ sagði Haukur Hákon Loftsson, nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 á málþingsdaginn. „Einnig þarf að virkja aðeins betur félagslegu hliðina. Það hefur oft verið þannig að fatlað fólk er mikið eitt með sjálfu sér og þá skiptir miklu máli að fólk hafi gott bakland til að eiga gott líf,“ sagði Haukur.

Systkini segja frá

Sólveig María og Kristrún LiljaSólveig María og Kristrún Lilja eiga bræður sem eru með raskanir. Þær sögðu að stórefla þyrfti fræðslu um fatlanir í skólum. 

„Það þarf að tala við krakka í bekknum ef það er einhver einhverfur þar. Um þa hvernig á að vera í kring um þá,“ sögðu Sólveig María og Kristrún Lilja við fréttastofu Stöðvar 2.

Þarf að virka fyrir unga fólkið

„Það sem ég vonast til að við fáum niðurstöður í er bara hvað þarf að gera til þess að samfélagið og kerfin virki fyrir okkar unga fólk,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.

Myndir af íbyggnum unglingumÁ Ungmennaþinginu komu saman stelpur og strákar 12-18 ára með fatlanir, raskanir eða langvinna sjúkdóma og líka systkini. Setið var í hópum þar sem rætt var um hvað má betur má fara í skólakerfinu, tómstundum, íþróttum og á fleiri sviðum samfélagsins.