Skip to main content
Frétt

Vel heppnaður formannafundur og fjölsótt opið hús

By 6. september 2023No Comments
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, heldur fyrirlestur á formannafundi ÖBÍ réttindasamtaka.

Forystufólk aðildarfélaga ÖBÍ réttindasamtaka kom saman á vel heppnuðum formannafundi í Sigtúni í gær þar sem farið var yfir víðan völl.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, flutti ræðu sína þar sem hún þakkaði aðildarfélögum fyrir mikið og gott starf, nýsköpun í mannréttindabaráttu, ástríðu og baráttuþrek. Eva Þengilsdóttir framkvæmdastjóri flutti sömuleiðis afar áhugaverða kynningu um starfsemina í Sigtúni sem nánar verður greint frá síðar.

Stærstur hluti fundarins fór í fyrirlestur félags- og vinnumarkaðsráðherra og virkt samtal þar sem til umræðu voru breytingar á almannatryggingakerfinu. Samtal sem þetta og samráð er afar nauðsynlegt til að tryggja að breytt verði til hins vetra.

Að loknum formannafundi var efnt til opins húss fyrir aðildarfélög ÖBÍ. Boðið var upp á mat og drykk, formaðurinn ávarpaði viðstadda og trúbador hélt uppi stuðinu.