Skip to main content
FréttHeilbrigðismál

Vel sótt geðheilbrigðisþing

By 10. desember 2020ágúst 31st, 2022No Comments

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra stóð fyrir vefþingi og samráði um framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum til ársins 2030. Ráðstefnan hófst með opnunarávarpi ráðherra, en að því loknu tóku við stutt erindi leik- og fagmanna um efnið. Vefþinginu lauk svo l með pallborðsumræðum.

 

Þingið var vel sótt, en upptöku frá því má nálgast hér.

Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, sagði að loknu þingi að að hans viti værum við á réttri leið með að vekja enn meiri vitund um mikilvægi geðheilbrigðismála og væri það vel.

„Mér finnst þó sem einstaklingur sem hefur höggvið í sömu knérunn ansi lengi að við ræðum ekki bleika fílinn í herberginu. Grunninn. Greiningakerfin. 

Eftir þau ár sem ég vann sem sérfræðingur hjá WHO-Euro sannfærðist ég um meinbugi DSM og ICD greiningakerfanna. Þau stýra nærri öll er kemur að skilgreiningum á meintum geðvanda og meðferð. Þó greinandi ferli séu mikilvæg getur aðgreining þeirra frá normi einnig stuðlað að skömm og fordómum; greiningarnar sjálfar gerðar að valdatæki er kemur að niðurgreiðslu á almannaþjónustu, (sbr Jöfunarsjóð sveitarfélaga) osfrv.  Þau eru valdakerfi – þrátt fyrir huglægt eðli og skort á vísindalegum stoðum.

Þær raddir fræðimanna sem gagnrýnt hafa greiningarkerfin og sérstaklega það ris þess sem hefur átt sér stað frá DSMIII árið 1984 eru fjölmargir en raddir þeirra fara ekki hátt og má velta fyrir sér ýmsu hvað það varðar. Þó var hlustað á Danius Puars þau ár sem hann sinnti erindum mannréttinda fyrir SÞ.“

Fyrirlesarar voru Karen Geirsdóttir, formaður Hugrúnar geðfræðslufélags, Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri geðræktar hjá embætti landlæknis, Héðinn Unnsteinsson, formaður Landsamtakanna Geðhjálpar, Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, Bóas Valdórsson sálfræðingur hjá Menntaskólanum í Hamrahlíð, Kristbjörg Þórisdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Heilsugæslunni í Garðabæ, Ingólfur Sveinn Ingólfsson, yfirlæknir Geðheilsuteymis vestur, og Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara.