Skip to main content
Frétt

Velferðarnefnd Alþingis á fundi með fulltrúum ÖBÍ

By 27. febrúar 2017No Comments

Fulltrúar í Velferðarnefnd Alþingis heimsóttur skrifstofur Öryrkjabandalags Íslands í dag. Þar ræddu þingmenn við formann ÖBÍ, framkvæmdastjóra og starfsmenn málefnahópa bandalagsins um helstu áherslumál þess.

Málefnahópar ÖBÍ eru fjórir og fjalla um aðgengi, atvinnu-, mennta-, heilbrigðis- og kjaramál og sjálfstætt líf. Rætt var um algilda hönnun í byggingarreglugerðum, textun sjónvarpsefnis, kostnað við heilbrigðisþjónustu og þjónustu vegna hjálpartækja. Þá var farið yfir mikilvægi þess að lögfesta notendastýrða persónulega þjónustu (NPA) og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF).

Fulltrúar nefndarinnar voru áhugasamir um þau brýnu samfélagslegu verkefni sem liggja fyrir þinginu. ÖBÍ óskar þeim velfarnaðar í starfi og væntir þess að eiga við þau gott samstarf.