Skip to main content
Frétt

Velferðarráðuneyti marki stefnu um málefni fólks með skerta starfsgetu

By 25. júní 2015No Comments

Segir í eftirfylgni Ríkisendurskoðunar með skýrslu hennar til Alþingis 2012. Jafnframt að setja þurfi skýrari reglur um eftirlit með kaupum VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs.

Í grein á vefsíðu Ríksiendurskoðunar

er meðala annars bent á að árið 2012 birti Ríkisendurskoðun skýrslu þar sem settar voru fram samtals fjórar ábendingar til velferðarráðuneytis um úrbætur á þessu sviði.

Ráðuneytið var hvatt til að:

  • Móta heildstæða stefnu um málefni fólks með skerta starfsgetu, einnig þess sem lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu taka ekki til. Setja fram skýr markmið, aðgerðaáætlun og mælikvarða á árangur.
  • Stuðla að aukinni ábyrgð vinnuveitenda á að koma til móts við þarfir þessa hóps.
  • Auka samfellu í endurhæfingarferlinu. Mikilvægt væri að starfsendurhæfing hæfist fyrr en verið hefði og að henni væri fylgt betur eftir.
  • Semja við VIRK – Starfsendurhæfingarsjóð um kaup á endurhæfingarþjónustu fyrir fólk sem stæði utan vinnumarkaðar og ætti þar með ekki lögbundinn rétt á þjónustunni. Jafnframt þyrfti að setja skýrar reglur eftirlit ráðuneytisins með þjónustukaupum sjóðsins.

Fram kemur hjá Ríkisendurskoðun að úrbætur hafa verið gerðar á tveimur liðum en ráðuneytið hafi ekki mótað heildstæða stefnu um málefni fólks með skerta starfsgetu, né sett reglur um eftirlit með kaupum VIRK – Starfsendurhæfingarjóðs á þjónustu. Ábendingar um þessi atriði eru því ítrekaðar.