Skip to main content
Frétt

Vetrar Paralympics hefjast í dag

By 9. mars 2018No Comments

Hilmar Snær Övarsson, 17 ára skíðamaður úr Víkingi, keppir fyrir Íslands hönd á vetrar Paralympics í Suður-Kóreu. Leikarnir verða settir í dag.

Hilmar Snær keppir dagana 14. mars í svigi og þann 17. mars í stórsvigi, en keppni í alpagreinum fer fram á Jeongseon svæðinu. Hann verður fyrstur Íslendinga til að keppa í standandi flokki á vetrarleikunum.

Fjallað er ítarlega um leikana á vefsíðu Íþróttasambands fatlaðra. Þar segir að búist sé við tæplega 700 keppendum í PyeongChang sem er um 25% fjölgun keppenda íþróttamanna frá síðustu leikum sem haldnir voru í Rússlandi.

Þjálfari Hilmars er Þórður Georg Hjörleifsson og aðstoðarþjálfari í ferðinni verður Einar Bjarnason. Þá mun Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra heimsækja íslenska hópinn á meðan móti stendur. Þar með eru góðir gestir ekki alveg upptaldir en Helga Steinunn Guðmundsdóttir fulltrúi Samherjasjóðsins og fyrrum varaforseti ÍSÍ mun einnig heimsækja íslenska hópinn í Suður-Kóreu.

Íþróttasamband fatlaðra setur reglulega tíðindi af leikunum inn á vefsíðu sína. Þá fjallar Íþróttadeild Rúv ítarlega um leikana og sýnir fjölmarga viðburði í beinni útsendingu, þar á meðal opnunarhátíðna sem fer fram í dag.