Skip to main content
Frétt

Viðamikið samstarf um nýsköpunarvirkni fatlaðs fólks

By 17. september 2021No Comments
Öryrkjabandalag Íslands, Þroskahjálp, Átak og Hlaðvarp um mannréttindi fatlaðs fólks, Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna og KVENN, félag kvenna í nýsköpun, hafa hafið samstarf um verkefnið „nýsköpunarvirkni fatlaðs fólks“ Verkefnið snýst um að auka möguleika fatlaðs fólks til að starfa við nýsköpun annarsvegar, og hinsvegar efla nýsköpun með þátttöku þessa stóra hóps.

Rannsókn við fötlunarfræði HÍ, leiddi í ljós mikinn áhuga fatlaðs fólks á nýsköpun, bæði þátttöku í nýsköpunarverkefnum en ekki síður að hefja eigin frumkvöðlaverkefni. Í framhaldinu var efnt til þessa samráðs.

Skýrsla um verkefnið hefur nú verið gefin út, og kynnt fyrir þremur ráðherrum, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra; félags- og barnamálaráðherra og forsætisráðherra. 

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu verkefnisins, nyskopunarvirkni.is þar sem m.a. má finna skýrsluna.