Skip to main content
Frétt

Yfirlýsing frá Kvennahreyfingu ÖBÍ

By 5. desember 2018No Comments

Kvennahreyfingu ÖBÍ þykir miður að hafa fengið staðfestingu á þeim svívirðilegum fordómum í garð fatlaðs fólks sem ríkja meðal margra alþingismanna.

Fordómarnir koma ekki á óvart, því það er löngu ljóst að stjórnvöld líta ekki á öryrkja sem manneskjur. Nægir þar að nefna að örorkulífeyristekjur duga ekki til framfærslu. Hvorki löggjafarvaldið né dómsvaldið hafa séð ástæðu til að framfylgja þeim mannréttindasáttmálum sem íslenska ríkið er aðili að þegar kemur að ákvörðunum er varða okkar líf.

Við mótmælum því að á Alþingi sitji fólk sem haldið er botnlausri kvenfyrirlitningu og taki ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf okkar.

Alþingismenn hafa núna við afgreiðslu fjárlaga gullið tækifæri til að sýna í verki að þeir líti ekki á fatlað fólk sem skynlausar skepnur og geti tryggt öryrkjum mannsæmandi lífskjör.