Skip to main content
HeilbrigðismálUmsögn

Mál nr. 26-2022. Sóttvarnalög

By 15. febrúar 2022september 1st, 2022No Comments

Heilbrigðisráðuneytið
Skógarhlíð 6
105 Reykjavík

Reykjavík, 15. febrúar 2022

Umsögn um frumvarp til sóttvarnarlaga

Öryrkjabandalag Íslands, ÖBÍ, leggur áherslu á að sóttvarnarlæknir verði ekki skipaður af ráðherra eins og lagt er til, enda er það ekki pólitískt starf.

Sóttvarnaraðgerðir beinast að almenningi og bitna mest á fötluðu og langveiku fólki. Það er því mikið hagsmunamál þess þegar lagasetning sem þessi er áformuð.

Starfshópur um málið er eingöngu skipaður fulltrúum stjórnvalda og fagstétta ekki fulltrúum sjúklinga. ÖBÍ, stærstu hagsmunasamtök fatlaðs fólks og þar með sjúklinga, á Íslandi með 41 aðildarfélag innan sinna vébanda, hefur ekki verið kallað til samráðs um þetta mál og virðist ekki standa til.

Að gefnu tilefni er ítrekað að stjórnvöldum er skylt að hafa virkt samráð við heildarsamtök fatlaðs fólks um ákvarðanir sem varða hagsmuni þess, samkvæmt ákvæðum Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF), enda segir í 3. mgr. 4. gr., „aðildarríkin skulu, þegar þau undirbúa og beita löggjöf sinni og stefnu samningi þessum til framkvæmda og vinna að ákvarðanatöku um málefni fatlaðs fólks, hafa náið samráð og tryggja virka þátttöku fatlaðs fólks, þ.m.t. fötluð börn, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd“.

Ekkert um okkur án okkar!

Með vinsemd og virðingu,

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ
Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri