Óskað eftir fulltrúa í aðgengismál.

Húsnæðis og mannvirkjastofnun ætlar að ráðast í átaksverkefni í sumar þar sem skráðar verða sérstaklega byggingar sem eru aðgengilegar fyrir fatlaða.

Starfslýsingin er svona: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun óskar eftir að ráða fulltrúa í sumarstarf við skráningu aðgengilegra bygginga þar sem boðið er upp á margs konar þjónustu. Um er að ræða skráningu bygginga sem bjóða upp á gott aðgengi fyrir fatlaða einstaklinga. Hæfnisskilyrði eru þekking á mannvirkjamálum, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum, góðir skipulagshæfileikar, góð íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta.

Frekari upplýsingar er að finna á vef Vinnumálastofnunar.