Kvennahreyfing ÖBÍ

Lógó kvennahreyfingar ÖBÍ

Kvennahreyfing Öryrkjabandalags Íslands er umræðuvettvangur og baráttutæki fatlaðra og langveikra kvenna með það markmið að skapa eitt samfélag fyrir alla, þar sem jafnrétti ræður á öllum sviðum - samfélag þar sem fatlaðar og langveikar konur hafa tækifæri til þess að þroskast og nýta hæfileika sína.
 

Hreyfingin er frjáls og óháður vettvangur sem hefur það að markmiði að efla gagnrýna umræðu um málefni fatlaðra og langveikra kvenna á öllum sviðum þjóðlífsins. 

Skipulögð forysta Kvennahreyfingarinnar er í höndum stýrihóps og þar af eru tvær tilnefndar sem talskonur. Einn fulltrúi hreyfingarinnar hefur seturétt á aðalfundi ÖBÍ með málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt. 

Hlutverk og markmið 

 • að nýta styrkleika og reynsluheim fatlaðra og langveikra kvenna til stuðnings öllum konum og til að eyða fordómum.
 • að stuðla að auknum atvinnutækifærum fatlaðra og langveikra kvenna. Vera aflvaki nýrra leiða sem geta orðið fötluðum og langveikum konum til hagsbóta.
 • að vera vettvangur fyrir fatlaðar og langveikar konur til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og skapa aðstæður til tjáningar og til skoðanaskipta meðal fatlaðra og langveikra kvenna.
 • að stuðla að víðtækri og sýnilegri samstöðu meðal fatlaðra og langveikra kvenna til að bæta fjárhag sinn, menntun og lífsgæði.
 • að efla samvinnu meðal fatlaðra og langveikra kvenna inn á við.
 • að fylgjast með rannsóknum, íslenskum sem erlendum og vera tengiliður milli rannsakenda og Öryrkjabandalagsins.

Styrihópur Kvennahreyfingar ÖBÍ

 • Bryndís Guðjónsdóttir 
 • Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir, talskona
 • Helga Magnúsdóttir
 • Jenný Pétursdóttir
 • Karen Anna Erlingsdóttir
 • Margrét Lilja Arnheiðardóttir
 • Pála Kristín Bergsveinsdóttir
 • Salóme Mist Kristjánsdóttir, talskona
 • Sóley Björk Axelsdóttir

Starfsmaður: Kristín Margrét Bjarnadóttir.

Kvennahreyfingin er með hóp á Facebook Ef þú hefur áhuga á að starfa með Kvennahreyfingu ÖBÍ, sendu okkur línu á netfangið kvennahreyfing@obi.is