Málefnahópur um sjálfstætt líf

Hugmyndafræðin um sjálfstætt líf felur í sér að allar manneskjur, óháð eðli og alvarleika skerðingar stjórni eigin lífi.

Ljósmynd-European Network on Independent Living-ENIL

Lögfesting notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) er orðin að veruleika.  Aðaláherslumál málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt líf er nú að fylgjast með framkvæmd nýju laganna t.d. að sjá til þess að NPA samningum fjölgi og að réttindi einstaklinga sem fengu samninga séu virt. Einnig er unnið er að reglugerðum tengdum NPA með opinberum aðilum og fylgst er með framkvæmd sveitarfélaganna á skyldu þeirra að setja sér notendaráð. Ákaflega mikilvægt er að ráðin verði virk og nái sínum tilgangi.

Málefnahópurinn berst einnig fyrir því að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur og að íslenska ríkið verði aðili að valfrjálsri bókun við samningninn. Málefnahópurinn hefur einnig það hlutverk að vinna að því að sett verði lög um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi. Málefnahópurinn mun vinna að ritun frumvarps um slíka réttindalöggjöf á árinu 2020.

Málefnahópinn skipa:

  • Rúnar Björn Herrera - SEM samtökunum, formaður.  Netfang formanns: sjalfstaettlif@obi.is
  • Eliona Gjecaj - Blindrafélaginu
  • Sigríður Guðmundsdóttir - MS félagi Ísland
  • Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir - Blindrafélaginu
  • Eyþór Kamban Þrastarson - Blindrafélaginu
  • Megan Lee Smith - Sjálfsbjörg
  • Snædís Rán Hjartardóttir - Fjólu

Varamenn eru Haukur Agnarsson - CP félaginu og Trausti Óskarsson - Lauf, félagi flogaveikra

Starfsmaður hópsins: Katrín Oddsdóttir. Netfang: katrin@obi.is

Umfjöllun og greinar:

Hagnýtar upplýsingar og tenglar: