Skip to main content

Málefnahópar

Starf málefnahópanna er hryggjarstykkið í málefnavinnu ÖBÍ og gerir það mögulegt að berjast fyrir réttindum á mörgum stöðum á sama tíma. Sex málefnahópar starfa innan ÖBÍ og koma fulltrúar í hópunum úr aðildarfélögum bandalagsins.

Aðgengishópur

Hlutverk hópsins er að stuðla að auknu aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu, upplýsingum, þjónustu, manngerðu umhverfi og náttúrunni. Bætt aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu bætir aðgengi allra.

Formaður: Bergur Þorri Benjamínsson – SEM samtökunum

Starfsmaður: Stefán Vilbergsson
stefan @ obi.is

Atvinnu- og menntahópur

Hlutverk hópsins er að stuðla að auknum tækifærum fatlaðs fólks til þátttöku á vinnumarkaði og jöfnum tækifærum þess til menntunar. Atvinnuþátttaka og menntun auka þátttöku í samfélaginu, draga úr félagslegri einangrun og bæta lífsgæði.

Formaður: Hrönn Stefánsdóttir – Gigtarfélagi Íslands

Starfsmaður: Sunna Elvira Þorkelsdóttir
sunna @ obi.is

Barnamálahópur

Hlutverk hópsins er að berjast fyrir réttindum fatlaðra barna og auka tækifæri þeirra til þátttöku í samfélaginu til jafns við aðra.

Formaður: Sif Hauksdóttir –
Astma- og ofnæmisfélag Íslands

Starfsmaður: Andrea Valgeirsdóttir
andrea @ obi.is

málefnahópur um húsnæðismál

Heilbrigðishópur

Hlutverk hópsins er að stuðla að aukinni skilvirkni heilbrigðisþjónustu og aðgengi fatlaðs fólks að henni. Rétt þjónusta á réttum tíma á réttum stað, fötluðu fólki að kostnaðarlausu. Bætt heilbrigðisþjónusta leiðir til bættra lífsgæða sem aftur leiðir til bættra lífskjara. Þá dregur hún úr líkum á brotthvarfi úr samfélaginu.

Formaður: Vilhjálmur Hjálmarsson –
ADHD samtökunum

Starfsmaður: Bára Brynjólfsdóttir
bara @ obi.is

Húsnæðishópur

Hlutverk hópsins er að berjast fyrir búsetuöryggi fatlaðs fólks, auknu vali á húsnæði og búsetu og bættu aðgengi þess að húsnæðismarkaði.

Formaður: María Pétursdóttir – MS félagi Íslands

Starfsmaður hópsins: Kjartan Þór Ingason

kjartan @ obi.is

Kjarahópur

Hlutverk hópsins er að berjast fyrir bættum lífskjörum og útrýmingu fátæktar fatlaðs fólks. Á þann hátt má fyrirbyggja félagslega einangrun og jaðarsetningu. Markmiðið er að fatlað fólk geti lifað sjálfstæðu og mannsæmandi lífi af eigin tekjum, sem hvetur til meiri þátttöku í samfélaginu og bætir heilsu.

Formaður: Sigríður Halla Magnúsdóttir – Endósamtökunum

Starfsmaður: Sigríður Hanna Ingólfsdóttir
sigridur @ obi.is

Skipulagsrammi málefnahópa

Hlutverk málefnahópa

er að leggja fram tillögur í hagsmunamálum í samræmi við áherslur stefnuþings.

Helstu viðfangsefni málefnahópanna

 • Vinna markvisst að skilgreindum áherslum hvers hóps
 • Vinna í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF)
 • Vinna gegn fordómum og að því að auka sýnileika fatlaðs fólks í samfélaginu
 • Vinna að félagslegu jafnrétti og gegn kerfislegu ójafnrétti
 • Vekja athygli á málefnum viðkomandi hóps meðal almennings og fjölmiðla
 • Hafa virkt eftirlit með stjórnvöldum
 • Vekja athygli stjórnvalda á stöðu fatlaðs fólks
 • Upplýsa, bregðast við og leiða breytingar t.d. með ritun umsagna og tillögum að breytingum á lögum og reglugerðum
 • Þátttaka í nefndum og ráðum eftir þörfum

Kröfur til fulltrúa í málefnahópum

 • Vera virkir, hafa tíma aflögu og áhugasamir um starfið í hópnum
 • Þverskurður fólks úr aðildarfélögunum, sem hefur víðtæka þekkingu og/eða reynslu

Aðföng

Til að málefnahóparnir geti sinnt hlutverki sínu þurfa þeir eftirfarandi:

 • Skýrar áætlanir og ramma
 • Að meðlimir hópsins afli sér upplýsinga, þekkingar og fræðslu um SRFF
 • „S-in þrjú:“ Samtal, samráð og samstarf
  • Við aðra málefnahópa þar sem hlutverk þeirra skarast
  • Regluleg samskipti við aðildarfélög, hagsmunafélög og aðra aðila
 • Aðgengi að:
  • Sérfræðingum í málefnum hvers hóps
  • Stjórnvöldum og fólki innan  stjórnsýslunnar
  • Fjölmiðlum
  • Samfélagsmiðlum
  • Fjármagni til að halda málþing, ráðstefnur eða aðrar afurðir hópsins til að vekja athygli á málefnum
 • Stuðning frá:
  • Skrifstofu ÖBÍ
  • Stjórn ÖBÍ
  • Öðrum málefnahópum
  • Aðildarfélögum

Hlutverk formanns málefnahóps

Hlutverk formanns málefnahóps:

 • Leiðtogi – í forsvari fyrir hópinn, leiðir starf hans á jafnréttisgrunni
 • Tengiliður við stjórn ÖBÍ
 • Leiði starf hópsins í samræmi við tilgang hans og markmið

Helstu viðfangsefni:

 • Samskipti við starfsmann og við aðra meðlimi hópsins
 • Leiðtogi og talsmaður
  • Kemur fram fyrir hönd hópsins
  • Virkjar meðlimi
  • Annast samskipti við stjórnvöld í samvinnu við starfsmann hópsins
 • Fundarstjórn
  • Stjórnar fundum
  • Ákveður dagskrá funda í samvinnu við starfsmann hópsins
  • Tryggir upplýsingaflæði til og frá stjórn ÖBÍ
 • Verkstjórn
  • Forgangsraðar málum til úrvinnslu
  • Ákveður helstu áhersluatriði í samvinnu við hópinn
  • Útdeilir verkefnum til annarra meðlima hópsins
 • Veitir upplýsingar og tekur þátt í vinnu við umsagnir og annað sem til fellur
  • Undirbýr afurðir* hópsins
  • Annast upplýsingaflæði til aðildarfélaga og annarra hagsmunasamtaka og á samráð við þau þegar við á
  • Tekur þátt í ritun umsagna
  • Greinaskrif
  • Tekur þátt í nefndum og ráðum

Til að sinna hlutverki sínu þarf formaður að hafa:

  • Gott aðgengi að nauðsynlegum upplýsingum
  • Stuðning frá og aðgengi að starfsmanni, skrifstofu og stjórn
  • Laun
  • Aðgengi að utankomandi sérfræðingum
  • Fjármagn
  • Aðgengi að fundaraðstöðu
  • Aðgengi að öðrum meðlimum hópsins

*Afurðir hópsins geta verið málþing, ráðstefnur, hlaðvörp eða annað

Hlutverk varaformanns málefnahóps

 • Er að vera staðgengill formanns.
 • Helstu viðfangsefni:
  • Leysir formann af ef formaður forfallast
  • Stígur inn ef þörf krefur
  • Þarf að vera virkur í starfi hópsins

   

 • Til að sinna hlutverki sínu þarf varaformaður að hafa:
  • Aðgengi að upplýsingum
  • Stuðning frá starfsmanni, skrifstofu og stjórn ÖBÍ

   

Starfsmaður málefnahóps

Hlutverk starfsmanns málefnahóps:

 • Sjá um skipulagningu starfsins og halda utan um vinnu hópsins.
 • Vera tengiliður við skrifstofu og brú við formannaskipti.

Helstu viðfangsefni:

 • Skjalastjórn
  • Halda utan um hugmyndir, gögn og efni
 • Verkefnastjórnun
  • Skipulagning  viðburða
  • Boðun funda fyrir hönd formanns
 • Samskipti við formann
 • Utanumhald um aðföng hópsins
 • Vinna að þeim verkefnum sem hópurinn felur honum
 • Bregðast við ófyrirséðum uppákomum og í framhaldi, ef ástæða er til,  virkja / upplýsa hópinn í samráði við formann

 

Fulltrúar og varafulltrúar í málefnahópi

Hlutverk fulltrúa í málefnahópi:

 • Vera tengiliður og miðla upplýsingum milli aðildarfélaga og málefnahóps
 • Nýta sérþekkingu og tengslanet eigin aðildarfélags í þágu verkefna málefnahópsins
 • Þátttaka í vinnu hópsins

Helstu viðfangsefni fulltrúa og varafulltrúa eru:

 • Vinna að stefnumótun málefnahópsins og framgangi stefnunnar
  • Hugmyndavinna
  • Ákvarðanataka
  • Gagnaöflun
  • Greinaskrif
 • Að vera virkur þátttakandi í starfi hópsins
  • Mæta á málefnahópsfundi
  • Vinna verkefni milli funda
  • Koma að skipulagningu viðburða og annarra verkefna hópsins
  • Taka þátt í kynningum, málþingum, myndböndum, hlaðvarpi eða öðrum afurðum hópsins
 • Sinna öðrum þeim verkefnum sem formaður felur viðkomandi

Til að sinna hlutverki sínu þurfa fulltrúar og varafulltrúar málefnahópa að hafa:

 • Aðgang að starfsmanni málefnahópsins
 • Aðgang að gögnum
 • Aðgang að fundaraðstöðu
 • Túlkun og aðra aðstoð ef á þarf að halda

 

Hefur þá áhuga á að starfa í málefnahópi?

Hafðu samband við þitt aðildarfélag og bjóddu fram krafta þína. Formenn málefnahópa eru kosnir á tveggja ára fresti á aðalfundi ÖBÍ, aðrir fulltrúar eru tilnefndir af sínu aðildarfélagi og kosnir af stjórn til tveggja ára.