Hækkun tekju- og eignaviðmiða húsnæðisstuðnings

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur uppfært tekju- og eignaviðmið fyrir næstu sjö mánuði ársins 2022 í leiðbeiningum ráðherra til sveitarfélaga um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings til leigjenda.

Í aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna efnahagssástandsins var, auk hækkunar örorkulífeyris, húsnæðisstuðningur hækkaður um 10%. Sú hækkun kemur til greiðslu nú um komandi mánaðmót, vegna leigu fyrir júní.

Ráðueytið hefur nú hækkað tekju- og eignaviðmið út árið til samræmis við áðurnefnda hækkun, svo hækkun lífeyris komi ekki niður á húsnæðisstuðningi.

Eftir hækkunina, sem er 3%, verða viðmiðin þessi:

 

Fjöldi
heimilismanna

Neðri
tekjumörk
á ári

Efri
tekjumörk
á ári

Neðri
tekjumörk
á mánuði

Efri
tekjumörk
á mánuði

1

4.488.075

5.610.094

374.006

467.508

2

5.935.841

7.419.801

494.653

618.317

3

6.949.277

8.686.596

579.106

723.883

4 eða fleiri

7.528.382

9.410.478

627.365

784.206

Eignamörk hækka úr 6.470.556 kr. í 6.664.673 kr.

Hækkunin tekur gildi samkvæmt leiðbeiningunum þann 1. júní 2022.

Ráðuneytið beinir því til sveitarfélaga að taka mið af framangreindri hækkun við endurskoðun eigin reglna um sérstakan húsnæðisstuðning.

Hér má finna leiðbeinandi reglur um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings félagsþjónustu sveitarfélaga.