Hér getur þú leitað að einhverju á síðu obi.is,
sláðu inn leitarorðið og leitaðu
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans.
Ísland undirritaði Kvennasáttmálann (e. CEDAW: Convention on the Elimination of All Forms of Discrimination Against Women) á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn 1980, en hann var fullgiltur af Alþingi 1985 eftir mikinn þrýsting frá kvennasamtökum. Samningurinn hefur þó ekki enn verið innleiddur í íslensk lög. Í dag eru 189 ríki aðilar að sáttmálanum. Hægt er að lesa Kvennasáttmálann og fræðast meira um hann á vefsíðu Mannréttindaskrifstofunnar.
Kvennasáttmálinn inniheldur 30 ákvæði og inngangsorð, sem eru grunnreglur um jafnrétti og áætlanir ríkja til að koma í veg fyrir mismunun gegn konum. Reglulega eru aðildarríki að sáttmálanum kölluð á fund nefndarinnar sem hefur eftirlit með því að aðgerðir þeirra, áætlanir eða lagasetningar samræmist Kvennasáttmálanum. Fyrir þessa athugun skila ríki inn formlegri skýrslu um framkvæmd á ákvæðum samningsins. Hægt er að lesa nýjustu skýrslu íslenska ríkisins hér.
Framkvæmd Íslands á Kvennasáttmálanum verður tekin fyrir á fundi nefndarinnar í Genf í febrúar 2023. Býðst frjálsum félagasamtökum að skila inn svokallaðri „skuggaskýrslu“, þar sem bent er á hvað betur má fara í starfi ríkisins til að útrýma mismunun gagnvart konum.
Í skýrslunni kemur meðal annars fram að:
Smellið hér til að hlaða niður skuggaskýrslunni [PDF] sem Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands skiluðu inn fyrir fund nefndar sem starfar á grundvelli Kvennasáttmálans 2022.
Skuggaskýrslan á obi.is „Icelandic shadow report for CEDAW 2022“