Skip to main content
Frétt

Umboðsmaður telur ekki lagagrundvöll fyrir stöðusekt í göngugötu

By 30. september 2021No Comments
Einstaklingur leitaði til umboðmanns Alþingis vegna stöðusektar sem hann fékk fyrir að leggja bifreið sinni, merkt stæðiskorti fatlaðra, á Skólavörðustíg, þar sem er merkt göngugata. Afstaða Bílastæðasjóðs var sú að þar sem ekki var um stæði sérmerkt fötluðum, veitti stæðiskortið viðkomandi ekki heimild til að leggja í göngugötunni.

 Málavextir voru þeir að einstaklingur lagði bíl sínum við Skólavörðustíg, inn á þeim hluta hans sem er merkt göngugata, en í stæði merkt með málmbólum í yfirborði vegar. Hlaut hann stöðusekt fyrir, þar sem ástæða var sögð brot nr „25. Gangstérr, gangstígar, umferðareyjar og svipaðir staðir (25)“.

Samskipti við Bílastæðasjóð breyttu engu um þá afstöðu hans að heimild í umferðarlögum til lagningar bíls með stæðiskort fatlaðra í göngugötu, næði aðeins til bílastæða sérmerktum fötluðu fólki. Í svari Reykjavíkurborgar til umboðsmanns segir: „Reykjavíkurborg hefur því túlkað 5. mgr. 10. gr. laganna á þann veg að merkt stæði eru stæði sem merkt eru sérstaklega fyrir ökutæki fatlaðs fólks og að ákvörðunin hafi þannig stuðst við skýra og ótvíræða lagaheimild.“

Umboðsmaður rekur svo í áliti sínu lagagrundvöllinn, en um göngugötur og heimilidir handhafa stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða er fjallað í umferðarlögum nr. 77/2019. Göngugata er skilgreind í lögunum sem göturými sem er einkum ætlað gangandi vegfarendum og ræðst umferð annara af merkingum og ákvæðum laganna.

10. grein laganna heimilar umferð vélknúinna ökutækja m.a. handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða. Fjallað er um heimilidir handhafa stæðiskorta í 87. grein umferðarlaganna. Þar segir að aðeins handhafa stæðiskorts sé heimilt að leggja í stæði sérmerkt fötluðu fólki, en jafnframt að þeim sömu sé heimilt að leggja í almennum stæðum án endurgjalds.

Umboðsmaður kemst að því við nánari skýringu 10 greinar laganna að jafnframt verði að horfa til heimilda 87. greinar. Hvergi sé vikið að því í lögum að heimildin nái aðeins til sérmerktra stæða. Þannig styðji það þá niðurstöðu að handhafa stæðiskorts sé heimilg samkvæmt gildandi lögum, aðm leggja vélknúnu ökutæki í merkt stæði í göngugötu.

Umboðsmaður segir einnig í áliti sínu að af gögnum málsins, m.a. myndum sem teknar voru af ökutækinu, að ljóst sé því var lagt í innskoti á götunni, afmarkað með málmbólum. Reykjavíkurborg hélt því fram að það gæti vart talist til merkinga á stæði.

„Alkunna er að téðar málmbólur eru tíðkanlegar við afmörkun bifreiðastæða, einkum á ákveðnum svæðum borgarinnar. Þegar tekin er afstaða til þess hvort á áðurlýstu tilviki A var um að ræða merkt stæði í skilningi 5.mgr. 10.gr umferðarlaga, ber að hafa í huga þá meginreglu að stjórnsýslan er lögbundin og ákvarðanir stjórnvalda verða þar af leiðandi að eiga sér viðhlýtandi stoð og vera í samræmi við lög“

Það er svo niðurstaða umboðsmanns að ákvörðun Bílastæðasjóðs um álagningu sektar, hafi ekki verið samrýmanleg lögum.