Hér getur þú leitað að einhverju á síðu obi.is,
sláðu inn leitarorðið og leitaðu
Rakningarteymi upplýsir aðstoðarfólk um hvort það eigi að fara í sóttkví. Aðstoðarfólk á að fara í sóttkví í 14 daga skv. leiðbeiningum sóttvarnalæknis [PDF] ef þeir:
Vinnufélagar þess sem fer í sóttkví, gæta að eigin smitgát en eru ekki beðnir um að fara í sóttkví nema ofangreint eigi líka við um þá.
Rakningarteymið sendir aðstoðarfólki sem er í sóttkví tíma í sýnatöku á 7. degi til að aflétta henni. Hafa ber í huga að þó sóttkví sé stytt í 7 daga þarf aðstoðarmaður alltaf að bera grímur næstu 7 daga ásamt því að huga sérstaklega vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Ekki er æskilegt að aðstoðarmaður sem styttir sóttkví, sinni einstaklingum sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir sýkingu af völdum COVID – 19.
Aðstoðarmaður þarf að vera skráður í sóttkví til að hægt sé að gefa út staðfestingu/vottorð. Þeir geta gert það sjálfir eða verið skráðir af sinni heilsugæslu eða smitrakningarteymi almannavarna.
Alþingi samþykkti lög nr. 24/2020 sem kveða á um tímabundnar greiðslur vegna einstaklinga sem sæta sóttkví. Markmiðið er að styðja atvinnurekendur og launafólk sem sæta sóttkví þannig að þeir geti fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni.
Þeir sem geta átt rétt á greiðslum samkvæmt lögunum eru:
Tekið er við umsóknum á vef Vinnumálastofnunar og hér má finna frekari upplýsingar um greiðslur í sóttkví.
Umsýsluaðili NPA getur lagt fram umsókn til Vinnumálastofnunar (VMST) um greiðslu á mínum síðum fyrir atvinnurekendur á vef Vinnumálastofnunar. Skal hann skrá þá aðstoðarmenn sem sótt er um greiðslu fyrir og þá daga sem þeir gátu ekki sinnt vinnu að öllu leyti eða að hluta sökum þess að þeim var gert að vera í sóttkví. Hægt er að sækja um í einni umsókn fyrir alla aðstoðarmenn sem hófu sóttkví í sama mánuði. Ef um tvo eða fleiri upphafsmánuði sóttkvíar er að ræða, þarf að sækja um fyrir hvern mánuð fyrir sig. Framvísa þarf nauðsynlegum fylgigögnum ef Vinnumálastofnun óskar eftir þeim. Hægt er að merkja við heila og/eða hálfa daga.
Aðstoðarmaður sem er verktaki sækir um inn á mínum síðum atvinnuleitenda. Á umsókn þarf að merkja við að umsækjandi sé sjálfstætt starfandi. Velja þarf upphafsmánuð sóttkvíar og tilgreina fjölda starfsdaga sem viðkomandi gat ekki sinnt starfi sínu þaðan sem hann sætti sóttkví.
Við sérstakar aðstæður, þegar aðrar leiðir eru ekki færar, kann að koma til þess að sérhæfðir starfsmenn í sóttkví sem sinna lykil-þjónustu s.s. umönnun fatlaðra einstaklinga sem eru líka í sóttkví fái heimild til að snúa til vinnu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Slík sóttkví kallast sóttkví B til aðgreiningar frá hinni almennu sóttkví.
Fyrir utan að sinna áfram starfi sem aðrir geta ekki sinnt, skal aðstoðarmaður í sóttkví B virða reglur um almenna sóttkví utan vinnutíma, þ.e. hitta sem fæsta og fylgja leiðbeiningum sóttvarnalæknis um hlífðarbúnað o.fl. sem sendar eru með samþykki undanþágunnar. Hér er um sérstaka aðgerð að ræða í ljósi mjög krefjandi umhverfis við fordæmalausar aðstæður.