Skip to main content
AlmannatryggingarKjaramálUmsögn

Almannatryggingar (frítekjumark vegna lífeyristekna). 36. mál.

By 24. febrúar 2022september 1st, 2022No Comments

Nefndarsvið Alþingis
Velferðarnefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 24. febrúar 2022

Efni: Umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 (frítekjumark vegna lífeyristekna) þingskjal 36 – 36. mál.

ÖBÍ lýsir stuðningi við hækkun frítekjumarka vegna tekna lífeyrisþega við útreikning lífeyris almannatrygginga. Upphæðir frítekjumarka hafa verið láta standa í stað árum og jafnvel áratugum saman í stað þess að þau séu uppfærð og látin fylgja öðrum hækkunum, s.s. hækkun lífeyris almannatrygginga og/eða launavísitölu.

Frítekjumörk fyrir útreikning tekjutryggingar og heimilisuppbótar fyrir örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hafa verið óbreytt frá árinu 2009. Frítekjumark á atvinnutekjur hvetur örorkulífeyrisþega sem hafa vinnufærni til atvinnuþátttöku. Á meðan frítekjumarkið stendur í stað og laun á vinnumarkaði hækka, þá skila launahækkanir sér ekki til örorkulífeyrisþega. Ef frítekjumark vegna atvinnutekna hefði hækkað í samræmi við hækkun launavísitölu frá árinu 2009, var frítekjumarkið komið í tæp 257 þúsund kr. á mánuði í stað 109.600 kr. í janúar 2022.

Ekkert um okkur án okkar!

Þuríður Harpa Sigurðardóttir
formaður ÖBÍ

Sigríður Hanna Ingólfsdóttir
félagsráðgjafi ÖBÍ