Skip to main content
RéttarkerfiSRFFUmsögn

Landsáætlun um framfylgd samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi (Istanbúl-samningsins)

By 9. janúar 2024janúar 16th, 2024No Comments

Umsögn ÖBÍ réttindasamtaka (ÖBÍ) um mál nr. 261/2023, „Landsáætlun um framfylgd samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi (Istanbúl-samningsins)“.

ÖBÍ fagnar því að vinna eigi landsáætlun um framfylgd Istanbúlsamningsins og tekur undir umsögn mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar.

Af gefnu tilefni vill ÖBÍ undirstrika mikilvægi þess að haft sé samráð við hagsmunaaðila og að starfshópurinn verði skipaður fulltrúum úr fjölbreyttum hópi félagasamtaka.

ÖBÍ ítrekar að stjórnvöldum er skylt að hafa virkt samráð við heildarsamtök fatlaðs fólks um ákvarðanir sem varða hagsmuni þess, samkvæmt ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SSRF), enda segir í 3. mgr. 4. gr., „aðildarríkin skulu, þegar þau undirbúa og beita löggjöf sinni og stefnu samningi þessum til framkvæmda og vinna að ákvarðanatöku um málefni fatlaðs fólks, hafa náið samráð og tryggja virka þátttöku fatlaðs fólks, þ.m.t. fötluð börn, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd“.

Ekkert um okkur án okkar!

Með vinsemd og virðingu,

Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ

Andrea Valgeirsdóttir
lögfræðingur ÖBÍ


Landsáætlun um framfylgd samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi (Istanbúl-samningsins)
Mál nr. S-261/2023. Dómsmálaráðuneytið.
Umsögn ÖBÍ, 9. janúar 2024