Skip to main content

Stjórn ÖBÍ og framkvæmdaráð

Stjórn ÖBÍ er skipuð nítján stjórnarmönnum: Formanni, varaformanni, gjaldkera, fimm formönnum fastra málefnahópa og ellefu öðrum stjórnarmönnum. Stjórn er kosin á aðalfundi úr hópi aðalfundarfulltrúa. Jafnframt skal aðalfundur kjósa þrjá varamenn sem hafa seturétt á stjórnarfundum. Stjórnarmenn sitja í umboði aðalfundar en ekki einstakra aðildarfélaga.

Meirihluti stjórnar skal skipaður fötluðu fólki eða aðstandendum fatlaðs fólks sem þarf aðstoð til að tala máli sínu. Með fötlun er vísað til skilnings Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Formaður og varaformaður skulu vera fatlaðir einstaklingar eða aðstandendur fatlaðs fólks sem þarf aðstoð til að tala máli sínu.

Stjórn fer með æðsta vald bandalagsins á milli aðalfunda. Meginhlutverk stjórnar er að framfylgja lögum og stefnu bandalagsins. Ályktanir stjórnar ÖBÍ má sjá hér og fundargerðir hér

Framkvæmdaráð afgreiðir mál milli stjórnarfunda og leggur meiriháttar mál í hendur stjórnar. Þá getur stjórn einnig vísað málum til framkvæmdaráðs til frekari útfærslu og afgreiðslu. Í ráðinu sitja formaður, varaformaður og gjaldkeri. Jafnframt skal stjórn tilnefna úr sínum röðum tvo aðalmenn og tvo varamenn. Varamenn geta sótt alla fundi framkvæmdaráðs og eiga rétt á öllum fundargögnum.

Stjórn ÖBÍ 2021-2022

  • Formaður: Þuríður Harpa Sigurðardóttir – Sjálfsbjörg lsh. (2021-2023)
  • Varaformaður: Bergþór Heimir Þórðarsson – Geðhjálp (2020-2022)
  • Gjaldkeri: Jón Heiðar Jónsson – Sjálfsbjörg lsh. (2020-2022)

Formenn málefnahópa til tveggja ára (2021-2023)

  • Atli Þór Þorvaldsson – Parkinsonsamtökunum – málefnahópur um kjaramál
  • Bergur Þorri Benjamínsson – Sjálfsbjörg lsh. – málefnahópur um aðgengismál
  • Hrönn Stefánsdóttir – Gigtarfélagi Íslands – málefnahópur um atvinnu- og menntamál
  • María Pétursdóttir – MS félagi Íslands – málefnahópur um húsnæðismál
  • Vilhjálmur Hjálmarsson – ADHD samtökunum – málefnahópur um heilbrigðismál

Fjórir stjórnarmenn (2021-2023)

  • Hjördís Ýrr Skúladóttir – MS félagi Íslands
  • Albert Ingason – SPOEX
  • María Magdalena Birgisdóttir Olsen – Gigtarfélagi Íslands
  • Fríða Rún Þórðardóttir – Astma og ofnæmissamtökunum

Sjö stjórnarmenn (2020-2022)

  • Dóra Ingvadóttir – Gigtarfélagi Íslands
  • Eiður Welding – CP félaginu
  • Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir – Fjólu
  • Fríða Bragadóttir – Samtökum sykursjúkra
  • Ingibjörg Snjólaug Snorra Hagalín – MS félagi Íslands
  • Sigþór Hallfreðsson – Blindrafélaginu
  • Snævar Ívarsson – Félagi lesblindra á Íslandi

Varamenn í stjórn (2020-2022)

  • Guðrún Barbara Tryggvadóttir – Nýrnafélaginu
  • María Óskarsdóttir – Sjálfsbjörg lsh.

Framkvæmdaráð ÖBÍ 2021-2022

Framkvæmdaráð afgreiðir mál milli stjórnarfunda og leggur meiriháttar mál í hendur stjórnar.

  • Formaður: Þuríður Harpa Sigurðardóttir – Sjálfsbjörg lsh.
  • Varaformaður : Bergþór Heimir Þórðarsson – Geðhjálp
  • Gjaldkeri: Jón Heiðar Jónsson – Sjálfsbjörg lsh.
  • Meðstjórnandi: Dóra Ingvadóttir – Gigtarfélagi Íslands
  • Meðstjórnandi: Fríða Bragadóttir – Samtökum sykursjúkra
  • Varamaður: Sigþór Hallfreðsson – Blindrafélaginu
  • Varamaður: Hjördís Ýrr Skúladóttir – MS félagi Íslands