Skip to main content
Umsögn

10. Veikindi aðstoðarfólks af völdum COVID-19

By 8. október 2020No Comments
Um rétt aðstoðarfólks til launa í veikindum fer samkvæmt ákvæðum kjarasamninga.

Veikindi aðstoðarfólks í NPA af völdum COVID-19 teljast til forfalla í skilningi 20. gr. reglugerðar nr. 1250/2018, um notendastýrða persónulega aðstoð, með síðari breytingum. Umsýsluaðili getur sótt um framlag til viðkomandi sveitarfélags til þess að standa straum af viðbótarútgjöldum sem hljótast af afleysingum veikindaforfalla vegna COVID-19. Viðkomandi sveitarfélag staðfestir umsóknina fyrir sitt leyti og sendir Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til afgreiðslu.

Samningar um NPA gera ráð fyrir að samstarf eigi sér stað milli sveitarfélags, notanda og umsýsluaðila um að bregðast við breyttum aðstæðum hjá notanda með tilliti til þjónustuþarfar. Sóttkví eða einangrun notanda telst til slíkra breyttra aðstæðna. Um leið og tilefni skapast er áríðandi að skapa ramma um samskipti milli sveitarfélags, notanda og umsýsluaðila í ljósi breyttra aðstæðna, t.d. varðandi starfsmannamál. Á þetta einnig við um aðra notendasamninga.

Þótt aðstæður breytist skv. samningi, ber umsýsluaðili áfram ábyrgð vinnuveitanda gagnvart aðstoðarfólki og verður að uppfylla skyldur sínar samkvæmt gildandi lögum og kjarasamningum.

Ef mikil veikindi eru meðal aðstoðarfólks af völdum COVID-19 er hægt að leita til tengils hjá sveitarfélagi hafi notandi ekki eigin bakverði sem geta komið til aðstoðar í slíkum aðstæðum.

  1. Tengiliður sveitarfélags óskar eftir aðstoð bakvarðarsveitar velferðarþjónustu.
  2. Notandi/umsýsluaðili hefur samband við tengilið hjá sínu sveitarfélagi sem fær lista með nöfnum úr bakvarðasveit velferðarþjónustu.
  3. Notandi/umsýsluaðili fær sendan lista með nöfnum nokkurra bakvarða sem skráðir eru.
  4. Notandi/umsýsluaðili velur bakverði sem hann hefur svo samand við, tekur ráðningarviðtöl og gengur frá ráðningarsamningi ef samkomulag næst.
  5. Notandi/umsýsluaðili upplýsir tengilið sveitarfélags um hverjir voru ráðnir úr bakvarðasveit velferðarþjónustu.