Skip to main content
Umsögn

12. mál. Almannatryggingar (barnalífeyrir). 2018

By 25. febrúar 2020No Comments

Alþingi
Nefndarsvið
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 16.10.2018

Efni: Umsögn Öryrkjabandalags Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (barnalífeyrir), þingskjal 12, 12. mál.

ÖBÍ tekur undir orð flutningsmanna frumvarpsins að börnum sé mismunað með núgildandi lögum og styður lagabreytingu þess efnis að barnalífeyrisþegum verði heimilt að óska eftir viðbótarbarnalífeyri vegna sérstakra útgjalda og vísar í 2. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, „aðildarríki skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að sjá um að barni sé ekki mismunað eða refsað vegna stöðu eða athafna foreldra þess, lögráðamanna eða fjölskyldumeðlima“.

Ekkert um okkar án okkar.

Með vinsemd og virðingu,

Þuríður Harpa Sigurðardóttir,
formaður ÖBÍ


Umsögnin á vef Alþingis