Skip to main content
Umsögn

15. mál. Stjórnsýsla jafnréttismála

By 5. nóvember 2020No Comments
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis
Nefndasvið
Austurstræti 8-10

150 Reykjavík

Reykjavík, 28. október 2020

Efni: Umsögn Öryrkjabandalags Íslands um frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála, þingskjal 15 – 15. mál.

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fagnar því að breytingar sem tilteknar eru í frumvarpi til laga um stjórnsýslu jafnréttismála verði til þess fallnar að tryggja heildaryfirsýn, auka skýrleika og gera framkvæmd laganna skilvirkari. Þá er það sérstaklega ánægjulegt að breytingartillaga, sbr. 3. tl. 2. gr. frumvarps til nýrra laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, muni auka möguleikan til að taka á fjölþættri mismunun.

Ekkert um okkur án okkar!

Þuríður Harpa Sigurðardóttir
Formaður Öryrkjabandalags Íslands