Skip to main content
Umsögn

187. mál. Orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega

By 15. mars 2021No Comments
Alþingi
Velferðarnefnd
Austurstræti 8-12

150 Reykjavík

Reykjavík, 2. desember 2020

Efni: Umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um þingsályktunartillögu um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, þingskjal 188, 187.mál.

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks felur m.a. í sér rétt fatlaðs fólks til að lifa í samfélaginu með sömu valkosti og aðrir. Gleðilegt er að horft sé á mikilvægi þess að allir fái tækifæri til þess að fá frí frá daglegu umhverfi en ljóst er að örorkulífeyrisþegar hafa takmarkaðri aðgang að orlofshúsum en aðrir þjóðfélagshópar.

Flest stéttarfélög bjóða félagsmönnum sínum upp á fjölbreytta orlofskosti víðsvegar um landið fyrir hóflegt gjald. Aðgangur að þeim orlofskostum er þó bundinn þátttöku á vinnumarkaði sem og að aðgengi er oft ábótavant.

Ef tillagan verður samþykkt og ráðist verði í það verkefni að koma upp orlofshúsum fyrir örorkulífeyrisþega aukast lífsgæði fatlaðs fólks. Hafa verður í huga að slík hús verða að vera byggð samkvæmt algildri hönnun, vera staðsett um land allt og vera í boði á viðráðanlegu verði.

ÖBÍ styður þingsályktunartillöguna heilshugar.

Ekkert um okkur án okkar!

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ