Skip to main content
Umsögn

26. mál. Stjórnarskipunarlög

By 30. nóvember 2020No Comments

Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 26. nóvember 2020

Efni: Umsögn Öryrkjabandlags Íslands við frumvarp til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, 151. löggjafarþing 2020-2021, þingskjal 26 – 26. mál.
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) þakkar fyrir boð um að senda inn umsögn við ofangreint frumvarp. ÖBÍ fagnar því að frumvarp þetta sé lagt fram og styður það sjónarmið að íslensk þjóð fái það tækifæri að setja sér skýra stjórnarskrá í lýðræðislegu ferli

II. kafli: Mannréttindi
Í 6. gr. frumvarpsins segir að „allir“ skuli vera jafnir fyrir lögum og enginn skuli sæta mismunun. Þá er jafnrétti kvenna og karla sérstaklega tiltekið í ákvæðinu en aðrar tegundir sem njóta eiga jafnréttis ekki upptaldar. ÖBÍ telur að réttast sé að telja upp mismununarástæður í ákvæðinu en upptalningin hefur þau áhrif að draga fram þau einkenni sem síst mega liggja til grundvallar mismunun. Ef ákvæðið, eins og það er sett fram í frumvarpinu, helst óbreytt gæti það talist þrengra en ákvæði 65. gr. gildandi stjórnarskrár kveður á um sem yrði algjör afturför. Það er mat ÖBÍ að þær breytingar sem gerðar hafa verið í meðförum Alþingis séu til þess fallnar að koma verri við þann hóp sem ÖBÍ talar sérstaklega fyrir og svo öðrum jaðarsettum hópum samfélagsins. ÖBÍ biður því nefndarmenn um að endurskoða afstöðu sína sérstaklega m.t.t. þessa.

Ekkert um okkur án okkar!

Þuríður Harpa Sigurðardóttir
Formaður Öryrkjabandalags Íslands