Skip to main content
Umsögn

31. mál. Sólarhringsmeðferð í öndunarvél á heimili sjúklinga

By 2. júní 2020No Comments

Alþingi
Nefndasvið
Austurstræti 8-12
150 Reykjavík

Reykjavík, 19. febrúar 2016

Efni: Umsögn Öryrkjabandalags Íslands um tillögu til þingsályktunar um sólarhringsmeðferð í öndunarvél á heimili sjúklinga, þingskjal 31 – 31. mál.

Málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál hefur tekið þingsályktunartillögu um sólarhringsmeðferð í öndunarvél til efnislegrar meðferðar og styður hana eindregið.

Reynsla erlendis sýnir að lífsgæði og lífslíkur sjúklinga með skerta öndunargetu aukast til muna við þessa meðferð.

Öryrkjabandalag Íslands styður umsögn MND félagsins á Íslandi frá 5. febrúar 2015 og hvetur Alþingi Íslendinga til að samþykkja þingsályktunartillöguna.

Mikilvægt er að í undirbúningshópi séu fulltrúar sjúklinga eins og þingsályktunar-tillagan gerir ráð fyrir.

Öryrkjabandalag Íslands er reiðubúið að koma að frekari endurskoðun þingsályktunartillögunnar sé þess óskað.

Ekkert um okkur án okkar.

Með vinsemd og virðingu,

Ellen Calmon, formaður ÖBÍ

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir, formaður málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál


Umsögnin (PDF) á vef Alþingis