Skip to main content
Umsögn

7. Notandi er í sóttkví eða einangrun

By 8. október 2020No Comments

Sóttkví er notuð þegar einstaklingur hefur mögulega smitast en er einkennalaus og sýni ekki tekið.

Einstaklingar sem greinast með COVID-19 fara í einangrun. Ákvörðun um hvort einstaklingur fari í sóttkví eða einangrun er tekin af yfirvöldum sem gefa fyrirmæli í hverju tilfelli fyrir sig.

Notandi sem fer í sóttkví [PDF] í eða einangrun [PDF] vegna COVID-19 þarf áfram aðstoð við nauðsynlegar athafnir dagslegs lífs, auk þeirrar heilbrigðisþjónustu sem ástand hans kallar á. Þá skal fylgja eftirfarandi leiðbeiningum og fá frekari ráðgjöf og leiðbeiningar frá heilbrigðisstarfsfólki eftir þörfum.

Æskilegt er að sama aðstoðarfólk aðstoði notanda í sóttkví eða einangrun á heimili hans til að fækka þeim sem gætu orðið útsettir ef hann þróar með sér smit.

Í töflunni er yfirlit yfir sóttkví og einangrun með hliðsjón af því sem er ólíkt í sóttvörnum og takmörkunum á umgengni við aðra. Frekari upplýsingar eru í leiðbeiningum fyrir sóttkví eða einangrun í heimahúsi.

SÓTTKVÍ
EINANGRUN
Notandi á að vera sem mest inni á sínu heimili og hitta aðeins aðstoðarfólk. Fjölskylda og vinir eiga ekki að koma í heimsókn. Notandi á að vera inni á sínu heimili í einangrun og hitta aðeins aðstoðarfólk. Fjölskylda og vinir eiga ekki að koma í heimsókn.

Aðstoðarfólk notar hlífðarbúnað þegar þeir eru í náinni snertingu við notanda í sóttkví: einnota hanskar, hlífðargrímur, hlífðarsloppur eða plastsvunta.

Gæta vel að handþvotti á eftir, bæði aðstoðarmanns og notanda.

Aðstoðarfólk sem annast notanda í einangrun skal nota hlífðarbúnað: einnota hanskar, hlífðarsloppur eða plastsvunta, andlitshlíf eða hlífðargleraugu og fínagnagrímu.

Nota skal fínagnagrímu á hinn veika ef hann þolir það.

Aðstoðarfólk skal viðhafa almenna varúð gegn sýkingum:

Þvo hendur og spritta áður en notandi er aðstoðaður og á eftir og gæta almenns hreinlætis. Nota skal hlífðargrímu ef ekki er hægt að tryggja 1-2 metrafjarlægð.

Ef hlífðarbúnaður er notaður þarf að klæðast honum í samræmi við leiðbeiningar SVL.

Farið er í hlífðarbúninginn á ákveðnum stað á heimili notanda þar sem fyllstu sóttvarna er gætt.

Klæðist hlífðarbúnaði í samræmi við leið- beiningar SVL.

Mælt er með að horfa á leiðbeiningar-myndband um hvernig á að klæða sig í og úr hlífðarfötum.

Forðast snertingu við líkamsvessa (slím úr öndunarvegi, uppköst, hægðir).

Áður en farið er í hlífðarbúning eru hendur sprittaðar. Farið er í hlífðarbúning í þessari röð; fínagnagríma (FFP2), hlífðargleraugu, sloppur, hanskar. Skipta skal um hanska ef þeir mengast og eftir þörfum. Farið úr í þessari röð: hanskar, sloppur, gríma, gleraugu og hendur sprittaðar á milli.

Notaður hlífðarbúnaður og annað sem notað hefur verið (t.d. óhreinar þurrkur, notaðir ælupokar) er sett í lokaðan poka sem fer í almennt sorp. Hendur eru þvegnar, þurrkaðar og sprittaðar.

 Notaður hlífðarbúnaður og annað sem notað hefur verið (t.d. óhreinar þurrkur, notaðir ælupokar) er sett í lokaðan poka sem fer í almennt sorp. Hendur eru þvegnar, þurrkaðar og sprittaðar.

Fylgjast vel með hvort viðkomandi fær einkenni sem bent geta til smits, s.s. hita.

Ef heilsu hrakar ber að hafa samband við síma 1700 og tilkynna það.

Fylgjast þarf vel með heilsu notanda með daglegum hitamælingum.

Aðstoða við að gefa upplýsingar í síma í daglegu eftirliti heilbrigðisstarfsfólks.

Ef heilsu hrakar ber að hafa samband við COVID- 19 göngudeild og tilkynna það.

Reglulega skal þrífa vel með vatni og sápu allt heimili notanda og sótthreinsandi yfirborðslög.  Reglulega skal þrífa vel með vatni og sápu allt heimili notanda og sótthreinsandi yfirborðslög.
Ef smitefni fer í umhverfið (líkamsvessar) er það þurrkað upp með einnota þurrku, yfirborð þrifið með sápuvatni og síðan strokið yfir það með sótthreinsandi efni. Þrífa skal svæði þar sem veikur einstaklingur hefur dvalið mjög vandlega og gæta fyllstu sóttvarna sbr. leiðbeiningar í lið 7.

Næsti kafli   Efnisyfirlit