Skip to main content
Umsögn

92. mál. Almannatryggingar (aldurstengd örorkuuppbót)

By 5. nóvember 2020No Comments
Nefndasvið Alþingis
Velferðarnefnd
Austurstræti 8-10

150 Reykjavík

Reykjavík, 6. nóvember 2020

Efni: Umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum (aldurstengd örorkuuppbót), þingskjal 93 – 92. mál.

ÖBÍ lýsir stuðningi við frumvarpið sem hér er til umsagnar og sem felur í sér að réttur til aldurstengdrar örorkuuppbótar haldist óbreyttur þegar réttur til örorkulífeyris fellur niður og taka ellilífeyris hefst. Samkvæmt núgildandi lögum missa örorkulífeyrisþegar aldurstengda örorkuuppbótina við 67 ára aldur. Breytingin myndi bæta stöðu fatlaðs og langveiks fólks sem vegna veikinda, slysa eða fötlunar ná ekki að safna sér réttindum í lífeyrissjóðum þegar réttindin þeirra eru mjög takmörkuð. Á slíkt sérstaklega við um einstaklinga sem fá örorkumat ungir að árum. Þessir einstaklingar fá almennt mjög lá eða jafnvel engin eftirlaun frá lífeyrissjóðum.

Ljóst er að sá hópur ellilífeyrisþega sem fyrir 67 ára aldur þurfti að framfleyta sér á örorkulífeyrir og/eða var um lengri tíma utan vinnumarkaðar er almennt með mun lægri tekjur og í mun erfiðari fjárhagsstöðu en aðrir ellilífeyrisþegar. Þetta er sá hópur ellilífeyrisþega sem stendur verst.

Örorkulífeyrisþegar hafa að auki ekki val um að fresta töku ellilífeyris til 72 ára aldurs, eins og aðrir, og hækka þar með greiðslur sínar á mánuði um 0,5%1, þar sem greiðslum til örorkulífeyrisþega er breytt á umsóknar úr örorkulífeyri í ellilífeyri án við 67 ára aldur.

ÖBÍ mælir með því að frumvarpið verði samþykkt, þar sem það mun bæta kjör þess hóps sem verst stendur í mengi ellilífeyrisþega.

Ekkert um okkur án okkar.

Með vinsemd og virðingu,

Þuríður Harpa Sigurðardóttir
formaður ÖBÍ