Skip to main content
AlmannatryggingarKjaramálUmsögn

Aðkoma öryrkja og ellilífeyrisþega að kjaraviðræðum

By 9. nóvember 2022mars 20th, 2023No Comments

Umsögn ÖBÍ – réttindasamtaka vegna tillögu til þingsályktunar um aðkomu öryrkja og ellilífeyrisþega að kjaraviðræðum. Þingskjal 346 – 334. mál.  

ÖBÍ – réttindasamtök taka heilshugar undir að tryggja eigi aðkomu heildarsamtaka fatlaðs fólks og ellilífeyristaka að viðræðum ríkisstjórnarinnar og fulltrúa vinnuveitenda og launþega um komandi kjarasamninga og tryggja þannig að fatlað fólk og ellilífeyristakar fái tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í viðræðunum ásamt því að ríkisstjórnin taki rökstudda afstöðu til þeirra sjónarmiða áður en viðræðunum lýkur.

Það eru sjálfsögð réttindi fatlaðs fólks og ellilífeyristaka að eiga sæti við borðið í samningaviðræðum milli ríkis, launþega og vinnuveitenda um kaup og kjör í landinu. Kjör í landinu eru líka kjör fatlaðs fólks og ellilífeyristaka og aðkoma þessara hópa að samningaborð er réttlætismál. Fjárhæðir almannatrygginga hafa ekki fylgt launaþróun í mörg ár þrátt fyrir að í 69. gr. laga um almannatryggingar komi þar skýrt fram að greiðslur skuli taka mið af launaþróun. Fyrir vikið hefur myndast uppsöfnuð kjaragliðnun í tugum prósenta.

Ekkert um okkur án okkar!

Virðingarfyllst,

Þuríður Harpa Sigurðardóttir
formaður ÖBÍ

Sunna Elvira Þorkelsdóttir
lögfræðingur ÖBÍ


Aðkoma öryrkja og ellilífeyrisþega að kjaraviðræðum. 334. mál, þingsályktunartillaga.
Umsögn ÖBÍ, 9. nóvember 2022