Skip to main content
Málefni barnaUmsögn

Áform um frumvarp til laga um æskulýðs og frístundastarf

By 26. janúar 2024No Comments

Í 30. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kemur fram að tryggja skuli fötluðum börnum aðgang til jafns við önnur börn, til að taka þátt í leikjum og tómstunda- og frístunda-og íþróttastarfi.

Öll börn eiga að geta tekið þátt í æskulýðs- og frístundastarfi á sínum forsendum óháð félagslegri stöðu þeirra, sérþörfum, fötlun eða öðrum hamlandi þáttum.

Stuðningur virðist vera sá þáttur sem skiptir mestu máli varðandi þátttöku fatlaðra barna í æskulýðs- og frístundastarfi. Aðgreinandi úrræði í frístundamálum eru barn síns tíma. Hugtakið „skóli án aðgreiningar“ er grundvallarhugtak í skólamálum nútímans.

Tryggja verður að hugmyndafræði „frístundar án aðgreiningar“ fái á sama tíma að heyrast, þar sem öllum fötluðum börnum er tryggð æskulýðs- og frístundaþjónusta á við aðra, með viðeigandi aðlögun.

Tryggja verður aðgengi allra að æskulýðs- og frístundastarfi og því verður viðeigandi stuðningur að vera til staðar.

Nauðsynlegt að fræða starfsfólk æskulýðs- og frístundastarfs um fatlanir og sjúkdóma og auka verður aðgengi þeirra að ráðgjöf um hvernig best er að veita viðeigandi aðlögun í æskulýðs- og frístundastarfi.

Nauðsynlegt er að þeir sem kom að æskulýðs- og frístundastarfi barna fái upplýsingar og ráðgjöf um hvernig er besta að veita viðeigandi aðlögun.

Mikilvægt er að regluverk í kringum ungmennaráð ýti undir að í ráðinu sitji sem fjölbreyttastur hópur til að tryggja að rödd allra barna og ungmenna komist að.

Ekkert um okkur án okkar!

Með vinsemd og virðingu,

Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ

Andrea Valgeirsdóttir
lögfræðingur ÖBÍ


Áform um frumvarp til laga um æskulýðs og frístundastarf
Mál nr. S-264/2023. Mennta- og barnamálaráðuneytið.
Umsögn ÖBÍ, 26. janúar 2024