Skip to main content
Umsögn

Ályktun um kostnaðarþátttöku í heilbrigðisþjónustu

By 6. október 2018No Comments

Ályktun aðalfundar Öryrkjabandalags Íslands haldinn 5. og 6. október 2018 um kostnaðarþátttöku í heilbrigðisþjónustu       

Í ljósi skýrra loforða ríkisstjórnarinnar um að draga úr kostnaði sjúklinga í heilbrigðiskerfinu ályktar aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) að lagðar verði fram frekari áætlanir um það hvar það eigi að gerast og hvenær.

Þegar hafa verið stigin fyrstu skref varðandi tannheilsu lífeyrisþega, en fátt annað liggur fyrir. Öryrkjabandalag Íslands leggur áherslu á eftirfarandi:

  1. Samningur um tannlæknakostnað lífeyrisþega verði fullfjármagnaður á árinu 2019 þannig að ríkið greiði 75% af kostnaði.
  2. Kostnaðarþátttaka í heilbrigðisþjónustu verði leiðrétt á árinu 2019 þannig að lífeyrisþegar greiði ekki meira en þriðjung af kostnaði almennra notenda.
  3. Lækka þarf kostnað sjúkratryggðra í greiðsluþátttökukerfum heilbrigðisþjónustu og lyfja, svo fólk fresti ekki eða sleppi því að sækja sér nauðsynlega heilbrigðisþjónustu.
  4. Nauðsynlegir þjónustuþættir og lyf sem ekki falla undir núverandi greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu og lyfjum verði sett undir þök kerfanna.