Skip to main content
Umsögn

Ályktun um mannréttindavernd fatlaðs fólks

By 6. október 2018No Comments

Ályktun aðalfundar Öryrkjabandalags Íslands haldinn 5. og 6. október 2018 um mannréttindavernd fatlaðs fólks

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) skorar á stjórnvöld að virða þá alþjóðasáttmála sem íslenska ríkið hefur undirgengist til að tryggja mannréttindavernd fatlaðs fólks. ÖBÍ leggur áherslu á eftirfarandi atriði:

  • Að Alþingi samþykki fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í tillögunni kemur fram að lögfesta eigi samninginn eigi síðar en 13. desember 2019, á 13 ára afmælisdegi samningsins.
  • Að stjórnvöld fullgildi valfrjálsu bókunina við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. ÖBÍ fordæmir að það hafi ekki verið gert þrátt fyrir að Alþingi ályktaði þann 20. september 2016 að hún skyldi fullgilt eigi síðar en í árslok 2017.
  • ÖBÍ fagnar lögum nr. 86/2018, um jafna meðferð á vinnumarkaði, þar sem kveðið er á um bann við mismunun á vinnumarkaði á grundvelli fötlunar. ÖBÍ harmar þó þá ákvörðun löggjafans að ekkert fjármagn hafi fylgt með lögfestingunni til að tryggja rétta framkvæmd laganna.