Skip to main content
Umsögn

Athugasemdir við uppbyggingaráætlanir á Fannborgarreit og Traðarreit vestur

By 15. mars 2021No Comments
Kópavogsbær
Umhverfissvið – skipulags- og byggingardeild
Digranesvegi 1

200 Kópavogi

Reykjavík, 1. mars 2021

Athugasemdir við uppbyggingaráætlanir á Fannborgarreit og Traðarreit vestur

Fyrirhugaðar eru gríðarmiklar framkvæmdir á Fannborgarreit og Traðarreit vestur í Kópavogi undir kjörorðinu „Mannlíf í forgang.“ Um er að ræða framkvæmdir í miðjum íbúa- og þjónustukjarna, sem gert er ráð fyrir að standi yfir í 5-7 ár. Ekki er ólíklegt að framkvæmdartíminn lengist þó nokkuð miðað við áætlanir. Eftirfarandi athugasemdir eiga fyrst og fremst við ástand á svæðinu á framkvæmdartíma.

Á reitnum búa nú þegar á þriðja hundrað manns, margir hverjir aldraðir og fatlaðir. En þangað sækir einnig fjöldi fólks, sem einnig er að stórum hluta aldrað og fatlað, þjónustu daglega. Þarna má m.a. finna heilsugæslu, Hljóðbókasafnið, Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, félagsmiðstöðina Gjábakka og mæðrastyrksnefnd Kópavogs. Þetta svæði er því afar viðkvæmt fyrir raski sem fylgir stórvægilegum byggingaframkvæmdum.

Erfitt er að gera sér í hugarlund að það verði vistlegt að búa á svæðinu meðan framkvæmdir standa yfir í hátt í áratug. Gríðarlegt niðurrif á byggingum mun bera með sér mikinn hávaða og loftmengun auk þungaflutninga á efni til og frá svæðinu, hávaða frá vinnuvélum, o.s.frv. 

Bílastæði hreyfihamlaðra verða alls 10 talsins á framkvæmdartíma, skv. áætlunum sem kynntar hafa verið. Sex við Landsbanka og fjögur við Neðstutröð. Þau verða öll í jaðri svæðisins, alllangt frá áfangastað í mörgum tilfellum. Það er t.d. ljóst að leiðin frá bílastæðum hreyfihamlaðra að þjónustu Hljóðbókasafnins, Greiningarmiðstöðvar og félagsmiðstöðvarinnar Gjábakka er ekki innan við 25 m, sbr. ákvæði byggingarreglugerðar. Vegalengd frá bílastæðum að inngangi á Fannborg 9 verður hátt í fimm sinnum lengri en hámarksviðmið. Ofan á það leggst halli á stæðum og umferðarleið og umferð vinnuvéla sem skerðir aðgengi. Almenn stæði eru hins vegar rúmlega 140 talsins á fimm svæðum sem oftast eru mun nær þjónustu og íbúðum. Ekkert bílastæði hreyfihamlaðra er á þeim bílastæðareitum í áætlunum. Það blasir við á áætlunum að aðgengi fyrir fatlaða íbúa að heimilum sínum verður afar slæmt. Ekki lítur út fyrir að hægt verði að komast að íbúðum á 2. hæð í Fannborg 3, 5, 7 og 9 nema um tröppur. 

Þá er vert að hyggja að því að Hamraborg er þegar þriðja stærsta strætóstoppistöðin á höfuðborgarsvæðinu og er mikilvæg í áætlunum um borgarlínu. Í áætlunum er gert ráð fyrir að talsverðri fjölgun íbúða, sem ætla má að verði eftirsóknarverðar vegna nálægðar við þessa mikilvægu samgönguæð. Einnig er líklegt að íbúar annarra sveitarfélaga muni kjósa að leggja bílum sínum á svæðinu og taka borgarlínuna til vinnu í borginni til að forðast umferðartafir. Nú þegar er skortur á almennum bílastæðum og bílastæðum hreyfihamlaðra á reitnum. Mikilvægt er að nægilegt framboð verði á þeim í áætlunum.

Samkvæmt upplýsingum frá bæjarfulltrúum verða byggingarleyfi ekki gefin út fyrr en fundist hefur ástættanleg lausn á bílastæðum og aðgengismálum og samkvæmt verkefnastjóra munu nýjar áætlanir verða kynntar innan skamms sem uppfylli kröfur um aðgengi, m.a. um hámarksfjarlægð að bílastæðum hreyfihamlaða og sem sýni fram á að ekki verði farið yfir ásættanleg mörk um loftgæði og hljóðvist. Þessi umsögn byggir hins vegar á þeim gögnum sem fyrir liggja. 

Í nýjum áætlunum þarf m.a. að svara eftirfarandi spurningum:

  • Hvar verða bílastæði hreyfihamlaðra staðsett svo að hámarksfjarlægð að aðalinngangi sé aldrei meiri en 25 m?
  • Hvernig verður það tryggt að aðkomuleiðir að byggingum verði hindrunarlausar, m.a. af byggingarefnum?
  • Hvernig verður það tryggt að íbúar og notendur þjónustu hafi tryggan aðgang að bílastæðum á framkvæmdartíma? 
  • Hvernig verður löggjöf um bæði loftgæði og hljóðvist virt á framkvæmdartíma?

Ekkert um okkur án okkar. 

Fyrir hönd málefnahóps ÖBÍ um aðgengismál

Ingveldur Jónsdóttir, formaður málefnahóps ÖBÍ um aðgengi

Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri

A close up of a sign

Description generated with very high confidence

 

Kópavogsbær
Umhverfissvið – skipulags- og byggingardeild
Digranesvegi 1
200 Kópavogi

Reykjavík, 1. mars 2021

 

Athugasemdir við uppbyggingaráætlanir á Fannborgarreit og Traðarreit vestur

 

Fyrirhugaðar eru gríðarmiklar framkvæmdir á Fannborgarreit og Traðarreit vestur í Kópavogi undir kjörorðinu „Mannlíf í forgang.“ Um er að ræða framkvæmdir í miðjum íbúa- og þjónustukjarna, sem gert er ráð fyrir að standi yfir í 5-7 ár. Ekki er ólíklegt að framkvæmdartíminn lengist þó nokkuð miðað við áætlanir. Eftirfarandi athugasemdir eiga fyrst og fremst við ástand á svæðinu á framkvæmdartíma.

Á reitnum búa nú þegar á þriðja hundrað manns, margir hverjir aldraðir og fatlaðir. En þangað sækir einnig fjöldi fólks, sem einnig er að stórum hluta aldrað og fatlað, þjónustu daglega. Þarna má m.a. finna heilsugæslu, Hljóðbókasafnið, Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, félagsmiðstöðina Gjábakka og mæðrastyrksnefnd Kópavogs. Þetta svæði er því afar viðkvæmt fyrir raski sem fylgir stórvægilegum byggingaframkvæmdum.

Erfitt er að gera sér í hugarlund að það verði vistlegt að búa á svæðinu meðan framkvæmdir standa yfir í hátt í áratug. Gríðarlegt niðurrif á byggingum mun bera með sér mikinn hávaða og loftmengun auk þungaflutninga á efni til og frá svæðinu, hávaða frá vinnuvélum, o.s.frv.

Bílastæði hreyfihamlaðra verða alls 10 talsins á framkvæmdartíma, skv. áætlunum sem kynntar hafa verið. Sex við Landsbanka og fjögur við Neðstutröð. Þau verða öll í jaðri svæðisins, alllangt frá áfangastað í mörgum tilfellum. Það er t.d. ljóst að leiðin frá bílastæðum hreyfihamlaðra að þjónustu Hljóðbókasafnins, Greiningarmiðstöðvar og félagsmiðstöðvarinnar Gjábakka er ekki innan við 25 m, sbr. ákvæði byggingarreglugerðar. Vegalengd frá bílastæðum að inngangi á Fannborg 9 verður hátt í fimm sinnum lengri en hámarksviðmið. Ofan á það leggst halli á stæðum og umferðarleið og umferð vinnuvéla sem skerðir aðgengi. Almenn stæði eru hins vegar rúmlega 140 talsins á fimm svæðum sem oftast eru mun nær þjónustu og íbúðum. Ekkert bílastæði hreyfihamlaðra er á þeim bílastæðareitum í áætlunum. Það blasir við á áætlunum að aðgengi fyrir fatlaða íbúa að heimilum sínum verður afar slæmt. Ekki lítur út fyrir að hægt verði að komast að íbúðum á 2. hæð í Fannborg 3, 5, 7 og 9 nema um tröppur. 

Þá er vert að hyggja að því að Hamraborg er þegar þriðja stærsta strætóstoppistöðin á höfuðborgarsvæðinu og er mikilvæg í áætlunum um borgarlínu. Í áætlunum er gert ráð fyrir að talsverðri fjölguníbúða, sem ætla má að verði eftirsóknarverðar vegna nálægðar við þessa mikilvægu samgönguæð. Einnig er líklegt að íbúar annarra sveitarfélaga muni kjósa að leggja bílum sínum á svæðinu og taka borgarlínuna til vinnu í borginni til að forðast umferðartafir. Nú þegar er skortur á almennum bílastæðum og bílastæðum hreyfihamlaðra á reitnum. Mikilvægt er að nægilegt framboð verði á þeim í áætlunum.

Samkvæmt upplýsingum frá bæjarfulltrúum verða byggingarleyfi ekki gefin út fyrr en fundist hefur ástættanleg lausn á bílastæðum og aðgengismálum og samkvæmt verkefnastjóra munu nýjar áætlanir verða kynntar innan skamms sem uppfylli kröfur um aðgengi, m.a. um hámarksfjarlægð að bílastæðum hreyfihamlaða og sem sýni fram á að ekki verði farið yfir ásættanleg mörk um loftgæði og hljóðvist. Þessi umsögn byggir hins vegar á þeim gögnum sem fyrir liggja.

Í nýjum áætlunum þarf m.a. að svara eftirfarandi spurningum:

·         Hvar verða bílastæði hreyfihamlaðra staðsett svo að hámarksfjarlægð að aðalinngangi sé aldrei meiri en 25 m?

·         Hvernig verður það tryggt að aðkomuleiðir að byggingum verði hindrunarlausar, m.a. af byggingarefnum?

·         Hvernig verður það tryggt að íbúar og notendur þjónustu hafi tryggan aðgang að bílastæðum á framkvæmdartíma?

·         Hvernig verður löggjöf um bæði loftgæði og hljóðvist virt á framkvæmdartíma?

 

Ekkert um okkur án okkar.

Fyrir hönd málefnahóps ÖBÍ um aðgengismál

 

 

Ingveldur Jónsdóttir

formaður málefnahóps ÖBÍ um aðgengi

 

 

A picture containing text

Description automatically generated

Stefán Vilbergsson
verkefnastjóri